Smári Valtýr Sæbjörnsson
Ný matreiðslubók eftir Magnús Inga Magnússon matreiðslumeistara
Nú á dögunum var haldið útgáfupartí í tilefni af útgáfu bókarinnar, Eldhúsið okkar – Íslenskur hátíðamatur, sem að Magnús Ingi Magnússon, sjónvarpskokkur og veitingamaður á Sjávarbarnum, hefur sent frá sér.
Fyrr á árinu kom út eftir hann sambærileg bók um íslenskan heimilismat, Eldhúsið okkar – Íslenskar hversdagskræsingar, sem hlotið hefur frábæran hljómgrunn, verið prentuð í þrígang og upplagið komið í 7.000 eintök. Ensk útgáfa hennar kom svo út í sumar undir heitinu Our kitchen – Icelandic home cooking.
Í eftirmála bókarinnar segir Magnús Ingi:
Á jólum og öðrum hátíðum er hefðin sterk þegar kemur að matnum. Ákveðnir réttir hafa fylgt Íslendingum í gegnum tíðina og ég hef tekið hér saman aðgengilegar uppskriftir að þeim vinsælustu. Allir geta eldað eftir þessum uppskriftum og boðið upp á ósvikinn veislumat, vanir sem óvanir. Mér finnst mikilvægt að skila íslenskri matarmenningu áfram milli kynslóða og því hugsa ég þessa bók ekki síst fyrir ungt fólk sem er að hefja sinn búskap.
Vinsælustu og algengustu réttina er að finna í bókinni, t.a.m. graflax með sinnepssósu, humarsúpu, lambasteik, kalkún, roastbeef, hamborgarhrygg, rjúpur, rjómaís, sérrítriffli og miklu meira til, ásamt ómissandi meðlæti.
Eldhúsið okkar – Íslenskur hátíðamatur er 68 blaðsíður og yfir 80 uppskriftir er að finna í bókinni, auk fjölda hollráða frá Magnúsi Inga. Halldór Baldursson, teiknarinn kunni, myndskreytir nýju bókina eins og þá fyrri. Útgefandi er Okkar menn, „útgáfuarmur“ I. Magnússonar ehf. sem rekur Sjávarbarinn og Texasborgara. Bókin fæst í verslunum um allt land en Myndform annast dreifingu.
F.v. Styrmir Guðlaugsson ritstjóri, Daði ljósmyndari, Magnús Ingi Magnússon matreiðslumeistari höfundur bókarinnar, Halldór Baldursson teiknari og Hilmar Sigurðsson sá um umbrot á bókinni Eldhúsið okkar – Íslenskur hátíðamatur.
Myndir: aðsendar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt15 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Keppni5 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum