Sverrir Halldórsson
Hægt að panta flugvélamat og fá sendan heim | „…Stefán Viðarsson er þetta eitthvað sem Icelandair ætti að skoða?“
Þjóðverjar geta nú pantað flugvélamat frá LSG Sky Chefs beint heim í stofu. Fyrir þá sem hafa mikla löngun í að hafa flugvélamat í kvöldmatinn þá býður nú fyrirtæki eitt í Þýskalandi fólki upp á að fá flugvélamatinn heim að dyrum.
Það er þýska fyrirtækið Air Food One sem býður fólki upp á að skrá sig á vefnum og með því gefst þeim kostur að fá Business Class flugvélamat einu sinni í viku frá flugvélaeldhúsinu LSG Sky Chefs sem sér um matinn um borð í vélum Lufthansa.
Maturinn sem er í boði er nákvæmlega sá sami og borinn er fram um borð í Business Class í vélum Lufthansa, á sama tíma er maturinn keyrður heim að dyrum frosinn og þegar hann er hitaður upp í ofni er viðkomandi með sama flugvélamat og hann fengi í 35.000 fetum án þess að þurfa að bóka flug.
Með þessari þjónustu nær flugvélaeldhúsið LSG Sky Chefs að losa sig við umfram mat sem annars hefði verið fleygt í ruslið en hver máltíð kostar um 1.500 krónur. Þjónustan stendur aðeins til boða í Þýskalandi eins og er.
Nú er stóra spurningin Stefán Viðarsson, er þetta eitthvað sem Icelandair ætti að skoða?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt16 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt18 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?