Vertu memm

Uncategorized

Riesling eins og það gerist hvað best

Birting:

þann

Þýsku vínin Palts hafa vakið mikla athygli í Vínbúðum. Þau þykja einkar góð kaup enda nýbúið að lækka verðið á þeim og kosta nú 1.090 kr.
Palts Riesling er riesling vín eins og þýsk riesling vín gerast hvað best.

Þetta Riesling-vín frá Pfalz í Þýskalandi er fulltrúi nýrrar kynslóðar af matarvænni og þurrari vínum, sem hafa komið fram á undanförnum áratug eða svo, og er því ætlað að leiða þýska víngerð úr þeim ógöngum sem hún var (og er) komin í… Þurrt og Alsace-legt hvítvín sem er gott með meðalþungum fiskréttum og salati en einnig sem fordrykkur. segir Þorri Hringsson í umsögn sinni í Gestgjafanum.

Palts Weissburgunder er mjög gott sem fordrykkur en einnig sem veisluvín og það gengur í flesta. Um vínið segir Þorri: Þrúgan wiessburgunder er líklega þekktari undir nafninu pinot blanc og er ræktuð víða í Frakklandi en þó helst í Alsace þar sem hún er ýmist notuð ein og sér eða í Edelzwicker-blöndur. Þetta vín er upprunnið í héraðinu Pfalz og er góður fulltrúi hins nýja, þýska víngerðarstíls sem á sér einmitt fyrirmynd í Alsace eða þá í Austurríki þar sem kröfur manna um þurr hvítvín aukast en smekkur fyrir hinum hefðbundnu hálfsætu vínum hefur heldur dvínað.

Af þeim þremur hvítvínum sem Palts býður upp á er Rivaner einna mildast og hefur hvað mestan ávöxt. Það er tilvalið í t.d. fordrykki og er öruggt að það móðgar engan. Rivaner nefnist þrúgukynblendingur sem opinberlega heitir Müller-Thurgau og er frá árinu 1882 en þá voru ræktaðar saman þrúgurnar riesling og silvaner. Þorri segir vínið meðalbragðmikið og ekki ósvipað tilþrifaminni hvítvínum frá Alsace í stíl. Létt og einfalt með keim af peru, melónu og greipaldini.
Verð í Vínbúðum 1.090 kr.

Af visir.is

Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið