Markaðurinn
Stóreldhústækin frá Lotus fáanleg hjá Bako Verslunartækni
Frá árinu 1985 hefur LOTUS framleitt tækjabúnað fyrir stóreldhús sem einkennast af gæðum, fjölbreyttri virkni og útfærslum og ekki síst, hagstæðum verðum.
Allur tækjabúnaður frá Lotus er framleiddur á Ítalíu og seldur til mismunandi markaða. Nú hefur Bako Verslunartækni bæst í hópinn sem einkasölu- og þjónustuaðili tækjanna á Íslandi.
Eldunartækin frá LOTUS er afrakstur háþróaðs framleiðsluferlis sem byggir á rannsóknum og stöðugri nýsköpun.
LOTUS er sífellt í fjölbreyttri vöruþróun til að koma til móts við þarfir markaðarins hverju sinni. Tækjabúnaðurinn frá Lotus er fjölbreyttur og fáanlegur bæði fyrir minni og stærri fageldhús allt frá minni djúpsteikingarpottum yfir í stærri eldunarútfærslur með innbyggðum pönnum, grillum og fleira sem til þarf við dagleg störf fagfólks. Þar að auki er er Lotus mjög sterkt í búnaði fyrir skip og báta (Marine) sem þurfa sérstakar útfærslur og oftast nær aðrar stærðir en henta í hefðbundin stóreldhús.
Allar frekari upplýsingar fást hjá söluráðgjöfum okkar í S: 595-6200, í gegnum netfangið [email protected] og í vefverslun; bvt.is – Lotus vörur.
Í sýningarsal Bako Verslunartækni að Draghálsi 22, 110 Reykjarvík er hægt að sjá sýnishorn af nýlega lentum Lotus tækjabúnaði.
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni5 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn5 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar1 dagur síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra







