Markaðurinn
Matvælastofnun varar við: Kartöfluflögur með ófullnægjandi merkingum
Matvælastofnun varar þá neytendur sem hafa ofnæmi-eða óþol fyrir mjólkurpróteinum við einni framleiðslulotu af Eldorado Rustika chips með Sourcream & Onion sem Atlaga ehf. flytur inn. Varan er vanmerkt og ekki getið um að hún innihaldi mjólkurprótein á innihaldslýsingu. Fyrirtækið í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes (HEF) hefur innkallað vöruna.
Tilkynning kom til Íslands í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður á markaði.
Einungis er verið að innkalla eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: Eldorado
- Vöruheiti: Rustika Chips með Sourcream & Onion
- Framleiðandi: Axfood AB
- Innflytjandi: Atlaga ehf.
- Framleiðsluland: Svíþjóð
- Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: 30.07.25
- Geymsluskilyrði: Þurrvara
- Dreifing: Prís, Smáratorgi 3
Neytendur sem keypt hafa viðkomandi vörur eru hvattir til að skila í verslun Prís Smáratorgi 3 og fá endurgreiðslu.
Mynd: mast.is

-
Keppni1 dagur síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lúxusbrauðterta fyrir ostunnendur – dásamlega einföld
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni3 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Keppni12 klukkustundir síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni