Starfsmannavelta
27 milljónir fyrir veitingapláss á Stjörnutorgi

Frá opnunarpartý suZushii í IÐU húsinu.
Sigurður og Ásta opnuðu suZushii útibú í IÐU húsinu í apríl 2013 og lokaði staðnum í ágúst sama ár.
Mynd úr safni: Matthías Þórarinsson
Einar Sturla Möinichen og aðrir aðstandendur Sushibarsins hafa tekið ákvörðun um selja Kringluútibú veitingastaðarins. Útibúið hefur verið starfrækt á Stjörnutorgi undir merkjum Sushibarsins Express undanfarin þrjú ár.
Uppsett verð fyrir veitingaplássið eru 27 milljónir króna, að því er fram kemur á visir.is.
Einar segir í samtali við Vísi að ástæðan fyrir sölunni sé í raun sáraeinföld. Reksturinn hafi ekki lengur staðið undir sér og aðstandendur staðarins hafi tekið ákvörðun um að einbeita sér að öðrum öngum rekstursins, í stað þess að berjast fyrir áframhaldandi veru Sushibarsins á Stjörnutorgi.
Upphafsmaður suZushii á Stjörnutorgi í Kringlunni var Sigurður Karl Guðgeirsson matreiðslumaður eða Siggi San eins og hann er oftast nefndur í daglegu tali og eiginkona hans Ásta Sveinsdóttir.
Þau seldu suZushii árið 2014, en hann og eiginkona hans Ásta Sveinsdóttir höfðu þá verið eigendur staðarins alveg frá opnun febrúar 2010 með góðum orðstír.
Það var Einar Sturla Moinichen sem keypti suZushii, en hann var jafnframt eigandi af Sushibarnum, Lava og Hressó.

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir