Sverrir Halldórsson
Vitinn í Sandgerði kominn á fertugsaldurinn og eflist enn
Vitinn í Sandgerði var byggður árið 1982 af þeim hjónum Stefáni Sigurðssyni matreiðslumeistara og konu hans Brynhildi Kristjánsdóttur og hafa þau rekið staðinn síðan.
Kjörorð Vitans hefur alla tíð verið:
Í matreiðslu, eins og í öllum listgreinum, er einfaldleikinn merki fullkomnunar
Við félagarnir áttum leið um Sandgerði um daginn á fund og var sannmælst um að hittast í Vitanum og snæða hádegisverð.
Það sem við fengum kemur hér:
Fyrst kom brauð sem var bakað á staðnum, volgt og með íslensku smjöri.
Þetta var ein sú kröftugasta súpa sem ég hef smakkað og hrein og klár ánægja að borða hana.
Svo kom aðalrétturinn:
Og þvílíkt sælgæti, bragðið af rauðsprettunni fannst vel, því ekki var ofkryddað, grænmetið stóð fyrir sínu, en mikið hefði ég viljað skipta á kartöflum og fá soðnar kartöflur og helst í hýði með, tartarsósan var alvöru.
Svo kláruðum við fundinn þökkuðum vertinum fyrir viðurgjörninginn og héldum tilbaka til Reykjavíkur.
![]()
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn2 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÁfengislaust freyðivín Elton Johns komið í sölu í Bretlandi












