Smári Valtýr Sæbjörnsson
Vinsæl veitingahús virða að vettugi tilmæli og ábendingar Neytendastofu
Í júlí sl. könnuðu fulltrúar Neytendastofu hvort verðmerkingar á veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu væru í samræmi við lög og reglur um verðmerkingar. Í lok september fylgdu starfsmenn Neytendastofu þeirri ferð eftir með könnun á 14 veitingahúsum sem stofnunin hafði gert athugasemdir við verðmerkingar hjá í fyrri skoðun. Skoðað var hvort matseðill væri við inngöngudyr og hvort magnupplýsingar drykkja kæmu fram.
Könnunin leiddi í ljós að veitingahúsin Vegamót, Restaurant Reykjavík, Grillhúsið og Hamborgarafabrikkan höfðu farið að tilmælum Neytendastofu um úrbætur og bætt verðmerkingar sínar. Hjá Tapashúsinu, Scandinavian Smorrebrod og Braaserie, Kaffi Klassík, Café Bleu, Fiskfélaginu, Kopar, Pisa, Sushisamba og Austurlandahraðlestinni voru verðmerkingar hinsvegar enn ófullnægjandi.
Í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvort beita skuli þessa tíu veitingastaði sektum fyrir að virða að vettugi tilmæli og ábendingar Neytendastofu um að koma verðmerkingum í viðunandi horf, að því er fram kemur á vef Neytendastofunnar.
Mynd: Skjáskot af google korti.
![]()
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Vín, drykkir og keppni7 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt2 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni1 dagur síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis





