Sverrir Halldórsson
Veitingastaðurinn Tavern Co er besti morgunverðarstaður Bretlands 2013
Þetta er í fyrsta sinn sem þessi verðlaun eru veitt, en þeir aðilar sem standa að baki þeim eru hluti af Farmhouse week sem er haldin í 15. sinn í ár.
Tavern Co er mexíkóskur Barbecue staður í Liverpool sem hlýtur verðlaunin fyrir full english breakfast.
Þeir sem hafa þátttökurétt eru kaffihús, veitingastaðir, mötuneyti, Bed & breakfast, matsöluvagnar, krár og hótel.
Það sem var á vinningsdiskinum var eftirfarandi:
2 heimagerðar Lincolnshire pylsur, steikt beikon, steikt egg, bakaður tómatur, blóðpylsa, steiktir sveppir, bakaðar baunir og ristað brauð.
Sá sem vann með kaldan morgunverð var Café Alf Resco í Dartmouth Devon, sem innihélt:
Alfs granola, sem inniheldur stóra hafra, hnetur, fræ, staðbundið hunang og jógúrt.
The Tried & True café í London Putney fengu verðlaun fyrir frumlegasta morgunverðinn sem innihélt:
Barbecue svín Benedict, kornbrauð fyllt með jalapeno og chedder osti fyllt með svínakjöti í heimalagaðri barbecue sósu, hleyptu eggi, chilli smjöri og vorlauk.
Allur listinn er hér:
- Restaurants – Tavern Co, Liverpool, full English (hot)
- B&Bs and guest houses – Our Lizzy, Malvern, vegan breakfast (innovative)
- Café, coffee shop or farm shop – Penny’s Café, Wolverhampton, full English (hot)
- Canteen – Beretun Restaurant, Canterbury College, Kent, full English (hot)
- Food van/stall – Brownings the Bakers, Kilmarnock, roll with Scottish sausage (hot)
- Hotels – Lancers House, Salisbury, No. 53 Herbie fully loaded on toast (hot)
- Pubs – The Bear Inn, Brighton, full English (hot)
Myndir: aðsendar
![]()
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti






