Sverrir Halldórsson
Uxabrjóst á Laugaás | „… gaman þegar veitingamenn þora að fara út fyrir þægindahringinn“
Það var einn þriðjudag nú í nóvember að ég rak inn trýnið á Laugaás og mér til mikillar ánægju var Uxabrjóst á matseðlinum, en svo las ég áfram og þar stóð með stúfuðu hvítkáli, rauðkáli og sykurbrúnuðum kartöflum og ég hugsaði, best að smakka þetta áður en maður lætur í sér heyra. Fékk mér fyrst súpu dagsins tómatsúpu og var hún mjög góð.
Svo kom Uxabrjóstið og það merkilega var að þetta smakkaðist alveg prýðilega saman, og er Raggi (innsk: Ragnar Guðmundsson eigandi Laugaás) birtist alveg eyðilagður yfir þessu, en eftir að hann hafði heyrt hvað mér fannst, ákváðum við að ég kæmi í næstu viku og þá skyldi það vera á hefðbundinn máta.
Og viku seinna var ég mættur og nú var skrifað á matseðlinum Léttsaltað Uxabrjóst með soðnum kartöflum og stúfuðu hvítkáli og þvílíkt sælgæti.
- Blómkálsúpa
- Léttsaltað Uxabrjóst með soðnum kartöflum og stúfuðu hvítkáli
- Tómatsúpa
Ég held að Laugaás sé eini veitingastaðurinn í höfuðborginni sem býður upp á þennann rétt, og er það vel.
Mikið er það gaman þegar veitingamenn þora að fara aðeins út fyrir þægindahringinn og hugsa hvað langar viðskiptavininum í, því það er sjaldnast það sem matreiðslumaðurinn heldur.
Ég segi bara takk fyrir mig, ég á eftir að koma aftur.
![]()
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn1 dagur síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar














