Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Tommi opnar Búllur í Berlín og London
Tómas Tómasson, eigandi Hamborgarabúllu Tómasar er enn í sókn erlendis, en eins og kunnugt er opnaði hann fyrsta staðinn erlendis í London á síðasta ári. Á næstu vikum munu tveir staðir undir merkjum Búllunnar opna í London og Berlín, en auk þess er unnið að því að koma upp stöðum í Noregi og Kaupmannahöfn. Þetta segir Tómas í samtali við mbl.is.
Rekstraraðilar staðarins í London hafa síðustu misseri unnið að því að opna nýjan stað, en sá verður við Kings Road. Tómas segist búast við að hann verði í síðasta lagi opnaður um miðjan desember. Staðurinn í Berlín er aftur á móti að mestu tilbúinn og segir Tómas að þar sé aðeins verið að klára síðustu atriðin og vonast hann til þess að staðurinn opni jafnvel fyrir mánaðarmót.
Auk þess hefur Tómas náð samkomulagi við nýjan rekstraraðila í Noregi, en sá er íslenskur og hefur hug á að bjóða Norðmönnum upp á þennan vinsæla borgara þar í landi. Þá hafa rekstraraðilar staðarins við Geirsgötu uppi áform um að opna nýjan stað í Kaupmannahöfn á næsta ári.
Greinilegt er að Hamborgarabúllan er í mikilli sókn, en nýir staðir hafa meðal annars verið opnaðir á Selfossi, Bankastræti og við Ofanleiti síðustu ár. Þá eru staðirnir við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði, Bíldshöfða og Geirsgötuna einnig enn til staðar, að því er fram kemur á mbl.is.
Mynd: af facebook síðu Tommis Burger Joint.
![]()
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini






