Kokkalandsliðið
Stútfull dagskrá hjá KM
Eftir sumarfrí hjá Klúbbi Matreiðslumeistara (KM) er félagastarfið að hefjast að nýju og framundan er mikið um að vera hjá þessum flotta klúbbi. Félagsárið hefst í byrjun september með félagsfundi í Hótel og Matvælaskólanum, en búið er að mestu skipuleggja fundi fyrir vetrarstarfið.
Hér er stiklað á stóru það sem framundan er:
Kokkalandsliðið er á fullu við að skipuleggja styrktarkvöldverð í Bláa Lóninum, en liðið keppir í „Culinary World Cup“ sem haldin verður í Lúxemborg í nóvember 2014.
Norðurlandasamtök matreiðslumeistara (NKF) verður með stjórnarfund hér á Íslandi um miðjan október næstkomandi.
Hinn árlegi KM styrkarkvöldverður verður á Nordica í byrjun árs 2014.
Búið er að opna skrifstofu KM að stórhöfða 29.
Keppnin um titilinn „Matreiðslumaður ársins“ verður í lok september 2013, en yfirdómari verður Svein Magnus Gjönvik.
KM meðlimir fjölmenna á þingið hjá Alþjóðasamtökum matreiðslumeistara (WACS) sem haldið verður í Stavanger 2014.
Keppnin Matreiðslumaður norðurlanda verður haldin í Herning í Danmörku í mars 2014.
Þetta og miklu fleira verður á dagskrá hjá KM og að sjálfsögðu mun veitingageirinn.is fylgjast vel með starfseminni hjá klúbbnum.
Twitter og Instagram: #veitingageirinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn7 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús





