Starfsmannavelta
Stórt gjaldþrot hótelfélags á Akureyri
Skiptum á þrotabúi Hótel Sólar ehf. lauk á þriðjudaginn s.l., en ekkert fannst upp í 1.471 milljóna kröfur. Félagið átti meðal annars Hótel Akureyri í Hafnarstræti, Kjarnalund og reksturinn utan um Gistiheimili Akureyrar.
Langstærsti kröfuhafinn var Landsbankinn, en dótturfélag bankans, Hömlur, yfirtók allar eignir félagsins í janúar á þessu ári og setti þær á sölu nokkrum mánuðum seinna.
Þegar Hömlur tóku yfir eignir Hótel Sólar varð félagið einn stærsti eigandi fasteigna í miðbæ Akureyrar, en auk hótelanna voru fjölmargar eignir kringum Ráðhústorgið inn í félaginu. Í sumum þeirra var meðal annars rekin gistiþjónusta.
Í maí á þessu ári setti Hömlur eignirnar á sölu, en samkvæmt upplýsingum frá félaginu eru enn Hótel Akureyri og Kjarnalundur til sölu. Gistiheimilið og margar hinna eignanna hafa aftur á móti verið seldar, að því er fram kemur á mbl.is.
Mynd: Skjáskot af google map.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?