Starfsmannavelta
Stórt gjaldþrot hótelfélags á Akureyri
Skiptum á þrotabúi Hótel Sólar ehf. lauk á þriðjudaginn s.l., en ekkert fannst upp í 1.471 milljóna kröfur. Félagið átti meðal annars Hótel Akureyri í Hafnarstræti, Kjarnalund og reksturinn utan um Gistiheimili Akureyrar.
Langstærsti kröfuhafinn var Landsbankinn, en dótturfélag bankans, Hömlur, yfirtók allar eignir félagsins í janúar á þessu ári og setti þær á sölu nokkrum mánuðum seinna.
Þegar Hömlur tóku yfir eignir Hótel Sólar varð félagið einn stærsti eigandi fasteigna í miðbæ Akureyrar, en auk hótelanna voru fjölmargar eignir kringum Ráðhústorgið inn í félaginu. Í sumum þeirra var meðal annars rekin gistiþjónusta.
Í maí á þessu ári setti Hömlur eignirnar á sölu, en samkvæmt upplýsingum frá félaginu eru enn Hótel Akureyri og Kjarnalundur til sölu. Gistiheimilið og margar hinna eignanna hafa aftur á móti verið seldar, að því er fram kemur á mbl.is.
Mynd: Skjáskot af google map.
![]()
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel23 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup






