Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Ship O Hoj opnar kjöt- og fiskbúð í Reykjanesbæ
Fyrsta kjötborðið á Suðurnesjum til margra ára opnar í nýrri verslun við Hólagötu í Njarðvík eftir hálfan mánuð. Þann 4. október nk. opnar Ship O Hoj sérverslun með kjöt og fisk að Hólagötu 15, þar sem Videovík og veitingastofan Þristurinn hafa áður verið til húsa.
Gunnar Örlygsson stendur að Ship O Hoj en kjöt- og fiskbúð með sama nafni hefur verið rekin í Borgarnesi undanfarna mánuði. Í samtali við Víkurfréttir sagði Gunnar að vöruúrval í kjöt- og fiskborðinu verði meira í Reykjanesbæ en í Borgarnesi, þar sem markaðssvæðið hér sé stærra. Hins vegar verður ekki veitingastaður í tengslum við Ship O Hoj hér, eins og er í Borgarnesi, að því er fram kemur á vef Víkurfrétta vf.is
Undanfarnar vikur hefur verið unnið að innréttingu nýju kjöt- og fiskbúðarinnar og Gunnar sagði í samtali við Víkurfréttir vera spenntur fyrir opnuninni eftir hálfan mánuð.
Mynd: af facebook síðu Ship O Hoj
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn5 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini






