Sverrir Halldórsson
Sekta fyrir ranga innihaldslýsingu
Yfirvöld samkeppnismála í Ungverjalandi sektuðu nú í vikunni McDonalds hamborgarakeðjuna um 50 þúsund evrur, jafnvirði átta milljóna króna. Sannað þótti að fyrirtækið hefði í rúmlega eitt ár gefið rangar upplýsingar um innihald kjúklingaréttar sem seldur var á veitingastöðum fyrirtækisins, að því er fram kemur á heimasíðu RÚV.
Yfirvöld sögðu að þess hefði ekki verið getið í innihaldslýsingu að skinnið af kjúklingunum væri í réttinum. Einnig hefðu viðskiptavinirnir verið afvegaleiddir með myndum af girnilegum réttum sem hefði litið allt öðruvísi út þegar þeir voru afgreiddir.
Í viðtali við ungverskt dagblað sögðu forráðamenn McDonalds að skinnið hefði verið haft með til að koma í veg fyrir að kjötið þornaði. Þá væri það teygjanlegt hvað væri kjúklingakjöt. Þá töldu þeir að með því að sekta fyrirtækið væri verið að skapa hættulegt fordæmi þar sem veitingahús yrðu hér eftir að gefa nákvæma lýsingu á því sem væri í réttunum sem þau seldu, frá þessu greinir RÚV.
![]()
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn5 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini






