Uppskriftir
Rúnar Gísla rúllar upp tveimur forréttum fyrir lesendur veitingageirans | Sævar mælir með þessum vínum
Rúnar Gíslason matreiðslumaður og eigandi Kokkarnir Veisluþjónusta gefur hér lesendum veitingageirans tvær uppskriftir af forréttum.
Sævar Már Sveinsson framreiðslumaður og margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna hefur valið vín með þessum frábæru forréttum hjá Rúnari.
Hátíðleg laxamús
Fyrri uppskriftin heitir Hátíðleg laxamús en þar tekur Rúnar reyktan lax sem er formaður utan um laxamúsina og bundið fyrir með skornum púrrulauk og úr því verður laxakoddar.
Sævar velur þessi vín með laxakoddunum og segir:
Með reyktum og gröfnum laxi þá þarf að hafa ávaxtarík og fersk vín og ekki spillir fyrir að hafa smá ávaxtasætu sérstaklega með grafna laxinum.
Smellið á meðfylgjandi mynd hér til hægri til að stækka og lesið nánar um vínin.
Hvítlauksristaður humar í skel
Seinni uppskriftin er hinn klassíski réttur Hvítlauksristaður humar í skel og hann klikkar aldrei.
Sævar velur þessi vín með humrinum og segir:
Íslenski humarinn er nokkuð sætur í sér og því er tilvalið að velja vín með góðum ávexti sem bragðast vel með smjörsósum. Mæli með ferskum, sýruháum og blómlegum vínum.
Smellið á meðfylgjandi mynd hér til hægri til að stækka og lesið nánar um vínin með humrinum.
Myndir: aðsendar
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park







