Sverrir Halldórsson
Quayside í Whitby valinn UK besti fiskur og franskar staðurinn
Quayside Restaurant ogTakeaway í Whitby, North Yorkshire, hefur verið valinn besti Breski fisk og franskar staðurinn árið 2014. Verðlaunin voru kynnt í hófi á Lancaster hótelinu í London af Jean-Christophe Novelli.
Staðurinn er rekin af Fusco fjöldskyldunni og í forsvari fyrir hana eru bræðurnir Stuart og Adrian Fusco. Haft var eftir Stuart að þeir væru yfir sig hrifnir að hafa hlotið þennan heiður og þakka hann, þrotlausri eljusemi fjöldskyldunnar.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fjóldskyldan hlýtur verðlaun fyrir staðinn, en árið 2004 hlutu þau verðlaunin The young Fish Frier of the Year og því mikil ánægja nú að hafa náð aðalverðlaununum 10 árum seinna. Keppnin er skipulögð af fyrirtækinu Seafish og hefur reynsla sigurvegara að fá þessi verðlaun auki söluna um 100 % sem er frábær árangur.
Aðrir vinningshafar voru:
Í flokki rekstraraðili, keðja, krár: Greene King, Belhaven, Scotland, og (cafés) Compass, Tesco.
Í flokki sjálfstæður rekstraraðili: The Real Food Café í Tyndrum, Perthshire.
Hægt er að lesa nánar um úrslitin á vefslóðinni fishandchipawards.com.
Myndir: aðsendar
![]()
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel22 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu






