Sverrir Halldórsson
Quayside í Whitby valinn UK besti fiskur og franskar staðurinn
Quayside Restaurant ogTakeaway í Whitby, North Yorkshire, hefur verið valinn besti Breski fisk og franskar staðurinn árið 2014. Verðlaunin voru kynnt í hófi á Lancaster hótelinu í London af Jean-Christophe Novelli.
Staðurinn er rekin af Fusco fjöldskyldunni og í forsvari fyrir hana eru bræðurnir Stuart og Adrian Fusco. Haft var eftir Stuart að þeir væru yfir sig hrifnir að hafa hlotið þennan heiður og þakka hann, þrotlausri eljusemi fjöldskyldunnar.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fjóldskyldan hlýtur verðlaun fyrir staðinn, en árið 2004 hlutu þau verðlaunin The young Fish Frier of the Year og því mikil ánægja nú að hafa náð aðalverðlaununum 10 árum seinna. Keppnin er skipulögð af fyrirtækinu Seafish og hefur reynsla sigurvegara að fá þessi verðlaun auki söluna um 100 % sem er frábær árangur.
Aðrir vinningshafar voru:
Í flokki rekstraraðili, keðja, krár: Greene King, Belhaven, Scotland, og (cafés) Compass, Tesco.
Í flokki sjálfstæður rekstraraðili: The Real Food Café í Tyndrum, Perthshire.
Hægt er að lesa nánar um úrslitin á vefslóðinni fishandchipawards.com.
Myndir: aðsendar
![]()
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni15 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar15 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






