Sverrir Halldórsson
Nú eru hamborgarar Fabrikkunnar fullkomlega ferkantaðir | Ný Hamborgarafabrikka í Kringlunni
Frá og með í dag laugardeginum 8. febrúar 2014 verða hamborgarar Fabrikkunnar fullkomlega ferkantaðir, bæði kjöt og brauð.
Þeir félagar, Simmi og Jói, eru þekktir fyrir að fara óhefðbundnar leiðir til að kynna sínar vörur og settu að þessu sinni saman myndband í anda þeirra myndbanda sem Apple fyrirtækið sendir frá sér þegar það kynnir til sögunnar nýja síma og tæki.
Okkur hefur alltaf fundist mjög fyndið hvernig forsvarsmenn Apple tala á ofur hátíðlegan hátt um vörur sínar í myndböndum, og ákváðum því að gera samskonar myndband um þessa breytingu á hamborgurunum okkar
, sagði Jói í samtali við Mbl.is, en myndbandið má sjá hér að neðan.
Ný Hamborgarafabrikka í Kringlunni
Ferkantaða kjötið var ekki eina frétt dagsins hjá Fabrikkunni því að á sama tíma var tilkynnt um opnun nýrrar Hamborgarafabrikku í Kringlunni á vormánuðum. Nýja Hamborgarafabrikkan verður staðsett á slóðum gamla Hard Rock Café þar sem veitingastaðurinn Portið er starfræktur í dag, en nánar er hægt að lesa á vef mbl.is hér.
Mynd: Skjáskot úr myndbandi.
![]()
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn5 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni24 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn5 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir






