Smári Valtýr Sæbjörnsson
Myndir þú borga 60 þúsund fyrir örbylgjufæði?
Matreiðslumeistarinn Charlie Bigham hefur þróað rétt sem samanstendur af gull laufum, humar, Alba jarðsveppum, Beluga kavíar og fisk sem hefur verið soðinn í kampavíninu Dom Perignon 2003, en rétturinn heitir Swish Pie eða nýtískuleg baka, að því er fram kemur á independent.co.uk
Það sem meira er að þessi baka er hönnuð sem tilbúinn réttur og er m.a. hægt að hita upp í örbylgjuofni og kostar litlar 314,16 pund eða rúmlega 60 þúsund íslenskar krónur.
Charlie Bigham hefur sérhæft sig í allskyns tilbúnum réttum frá árinu 1996, en hægt er að panta bökuna á vefslóðinni: www.bighams.com . Ef þú pantar heimsendingaþjónustu, þá mun öryggisvörður afhenda bökuna.
Það var facebook vinur veitingageirans sem vakti athygli á þessari frétt.
Mynd af bökunni: independent.co.uk
Mynd af öryggisverði: twitter síða Charlie Bigham
![]()
-
Markaðurinn5 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn5 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn6 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Keppni6 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles







