Matthías Þórarinsson
Miklar endurbætur á Hilton | Nýtt og stórglæsilegt VOX Lounge á jarðhæð hússins
Hilton Reykjavík Nordica skartar nú nýrri og ferskri ásýnd í framhaldi af glæsilegum endurbótum á jarðhæð hússins sem miða að því að skapa aukin þægindi fyrir gesti.
Rýmið hefur verið brotið upp á einkar smekklegan hátt og rammar þannig inn skemmtilegar setustofur með vönduðum húsgögnum og fallegri hönnun sem nýtast einstaklingum jafnt sem hópum, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem að Matthías Þórarinsson ljósmyndari veitingageirans tók nú á dögunum. Umhverfið er hlýlegt og verður án efa til þess að auka enn frekar á vinsældir hótelsins.
Auk þessa opnar hótelið nú nýtt og stórglæsilegt rými; VOX Lounge á jarðhæð hússins. VOX Lounge kemur til með að nýtast hótelgestum sem viðbót við setustofu og alrými auk þess sem rýmið er kjörið fyrir minni viðburði og fundi þrátt fyrir að ekki sé um hefðbundinn fundarsal að ræða.
Á sama tíma er VOX Lounge ákveðin framlenging á VOX bar og fléttast að auki við forrýmið á jarðhæðinni sem gjarnan er nýtt fyrir stærri ráðstefnur og fundi. Á VOX Lounge er hljóðkerfi, tjald og skjávarpi og hentar rýmið því einkar vel til mannfagnaða.
Myndir: Matthías
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Markaðurinn7 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn6 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Uppskriftir5 dagar síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu
-
Keppni3 dagar síðanSkráning hafin í fyrstu kokteilakeppni ársins






















