Uncategorized @is
Matreiðslumenn með fróðleiksmola á nýrri heilsusíðu
Í byrjun júní opnaði vefsíðan Heilsutorg.com við formlega athöfn í veitingasal heilsuræktartöðvarinnar World Class í Laugum. Heilsutorg.com er hugsað sem miðja umfjöllunar um heilsu á Íslandi fyrir alla flokka heilsutengdra upplýsinga þar sem leitað er til lækna, næringarfræðinga, sálfræðinga, sjúkraþjálfara, íþróttakennara, matreiðslumanna og fleiri fagaðila til að gera Heilsutorg að veruleika.
Ritstjórn Heilsutorgs.com skipa Fríða Rún Þórðardóttir, Magnús Jóhansson og Steinar B. Aðalbjörnsson. Heilsutorg.com er rekið og í eigu iSport ehf en eigendur þess eru Fríða Rún Þórðardóttir næringarráðgjafi, íþróttanæringarfræðingur, Tómas Hilmar Ragnars framkvæmdastjóri og Teitur Guðmundsson læknir, sem jafnframt er stjórnarformaður félagssins.
„Fyrir mig er gaman að skyggnast aðeins inn í heilsupakkann og stúdera þá hlið á faginu“, segir Ragnar Ómarsson matreiðslumaður en hann birtir meðal annars fróðleiksmola um undirbúning og eldun á heilum steikum á síðunni.
Kíkið á Heilsutorg.com.
Meðfylgjandi myndir voru teknar við formlegri opnun Heilsutorgs.com:
Myndir af facebook síðu Heilsutorg.com.
-
Markaðurinn7 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn7 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Vín, drykkir og keppni7 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt2 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn












