Uncategorized @is
Matreiðslumenn með fróðleiksmola á nýrri heilsusíðu
Í byrjun júní opnaði vefsíðan Heilsutorg.com við formlega athöfn í veitingasal heilsuræktartöðvarinnar World Class í Laugum. Heilsutorg.com er hugsað sem miðja umfjöllunar um heilsu á Íslandi fyrir alla flokka heilsutengdra upplýsinga þar sem leitað er til lækna, næringarfræðinga, sálfræðinga, sjúkraþjálfara, íþróttakennara, matreiðslumanna og fleiri fagaðila til að gera Heilsutorg að veruleika.
Ritstjórn Heilsutorgs.com skipa Fríða Rún Þórðardóttir, Magnús Jóhansson og Steinar B. Aðalbjörnsson. Heilsutorg.com er rekið og í eigu iSport ehf en eigendur þess eru Fríða Rún Þórðardóttir næringarráðgjafi, íþróttanæringarfræðingur, Tómas Hilmar Ragnars framkvæmdastjóri og Teitur Guðmundsson læknir, sem jafnframt er stjórnarformaður félagssins.
„Fyrir mig er gaman að skyggnast aðeins inn í heilsupakkann og stúdera þá hlið á faginu“, segir Ragnar Ómarsson matreiðslumaður en hann birtir meðal annars fróðleiksmola um undirbúning og eldun á heilum steikum á síðunni.
Kíkið á Heilsutorg.com.
Meðfylgjandi myndir voru teknar við formlegri opnun Heilsutorgs.com:
Myndir af facebook síðu Heilsutorg.com.
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn2 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÁfengislaust freyðivín Elton Johns komið í sölu í Bretlandi












