Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Magnús Scheving og Hrefna Björk opna veitingastað á Frakkastíg

Birting:

þann

Frakkastígur 26a

Íþróttaálfurinn Magnús Örn Scheving og Hrefna Björk Sverrisdóttir vinna nú að því að opna veitingastað við Frakkastíg 26a.

Guðlaugur nokkur Guðlaugsson byggði þetta hús árið 1924. Þar sem þegar var búið að byggja hús á baklóðinni (nr. 26) fékk þetta hús númerið 26a. Þetta er einlyft hús með risi, byggt úr steinlímdum holsteini og upphaflega með ójárnvörðu pappaþaki á borðasúð.

Í húsinu eru tveir kvistir, hvor á sinni hlið, en þeir hafa verið þar frá upphafi. Parið Magnús og Hrefna hafa sótt um leyfi til að stækka kvisti, stækka bíslag til norðurs, stækka glugga, einangra og klæða að utan með borðaklæðningu, breyta innra skipulagi og innrétta veitingahús í flokki II fyrir 48 gesti.

Frakkastígur 26a

 

Myndir: Sigurður Már.

 

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið