Smári Valtýr Sæbjörnsson
Gestakokkur á Nauthól frá 20. – 23. febrúar
Þar sem að konudagurinn er á næsta leiti þá ætlar veitingastaðurinn Nauthóll að breyta aðeins til og fá til sín gestakokkinn Victor Holm. Hann kemur frá hinum geysivinsæla Barabicu Pan American Grill í Gautaborg og hefur m.a. starfað áður á tveimur af bestu veitingastöðum í borginni, Michelin-staðnum Thörnströms Kök og hinum heimsfræga Linnéa Art Restaurant.
Matreiðslumenn Nauthóls og Holm eru að leggja lokahönd á glæsilegan matseðil að þessu tilefni þar sem ný-norrænir straumar ráða ferð og íslenska lambið og hekluborri fá meðal annars að njóta sín.
Matseðillinn verður í boði á kvöldin frá fimmtudeginum 20.febrúar fram á konudaginn sjálfan, sunnudaginn 23. febrúar, en það skal sérstaklega tekið fram að þennan sunnudag verður undantekning á opnunartímanum og verður lengdur til klukkan 22:00.
Áhugasamir er bent á að borðapantanir er í síma 599 6660 og á netfangið [email protected].
Mynd: af facebook síðu Nauthóls.
![]()
-
Markaðurinn6 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn6 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt1 dagur síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn






