Smári Valtýr Sæbjörnsson
Gestakokkur á Nauthól frá 20. – 23. febrúar
Þar sem að konudagurinn er á næsta leiti þá ætlar veitingastaðurinn Nauthóll að breyta aðeins til og fá til sín gestakokkinn Victor Holm. Hann kemur frá hinum geysivinsæla Barabicu Pan American Grill í Gautaborg og hefur m.a. starfað áður á tveimur af bestu veitingastöðum í borginni, Michelin-staðnum Thörnströms Kök og hinum heimsfræga Linnéa Art Restaurant.
Matreiðslumenn Nauthóls og Holm eru að leggja lokahönd á glæsilegan matseðil að þessu tilefni þar sem ný-norrænir straumar ráða ferð og íslenska lambið og hekluborri fá meðal annars að njóta sín.
Matseðillinn verður í boði á kvöldin frá fimmtudeginum 20.febrúar fram á konudaginn sjálfan, sunnudaginn 23. febrúar, en það skal sérstaklega tekið fram að þennan sunnudag verður undantekning á opnunartímanum og verður lengdur til klukkan 22:00.
Áhugasamir er bent á að borðapantanir er í síma 599 6660 og á netfangið [email protected].
Mynd: af facebook síðu Nauthóls.
![]()
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn21 klukkustund síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Markaðurinn2 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar






