Sverrir Halldórsson
Fyrsta sinn á matseðli á Íslandi; Egg Norwegien á Snaps bistro bar
Mig hafði langað að fara á Snaps bistro í nokkurn tíma og svo gafst tækifærið og reyndin var sú að ég kom þar tvisvar með mjög stuttu millibili, því þegar á hólminn var komið voru það margir réttir sem mig langaði að smakka á og var þar fremst í flokki Egg Norwegien, sem ég minnist ekki að hafa lesið á matseðli fyrr á íslandi.
Ég fékk mér Franska lauksúpu með brauði og ísbúaosti og var það alveg svakalega gott, svo kom eggjarétturinn og hann hitti alveg í hjartarstað með bragðmiklum reyktum laxi, en eftir á að hyggja tel ég að það sé viturlega að vera með mildari reyktan lax í þessum rétti, þar sem bragðið af honum stal alveg senunni.
Nokkrum dögum seinna kom ég aftur og í þetta skipti varð fyrir valinu sveppir a la créme sem að við fyrstu sýn virtist ekki vera það sem ég hafði haft í huga, en borðaði það nú samt og þvílíkt sælgæti sem það var og maður fór strax að brosa, í ábætir fékk ég mér Lemon tart og var engu síðri en sveppirnir nánast fullkominn.
- Snaps bistro bar
Þeir á Snaps eru góðir í þessum klassísiku frönsku réttum og er bragðið alveg á tæru hjá þeim, þjónustan var mjög góð utan þess að þau voru svolítið draslaraleg til fara, einnig finnst mér salurinn hafa drabbast niður og minnist þess ekki að hafa séð hann svona útlítandi fyrr.
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Pistlar7 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Markaðurinn3 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn3 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn4 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni4 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
















