Freisting.is breytist í Veitingeirinn.is
Heimasíðan Freisting.is og síðar veitingeirinn.is
Matreiðsluklúbburinn Freisting hefur ávallt verið opin fyrir nýjungum og því var tilkoma internetsins tekið opnum örmum. Þar sem við erum einu samtökin í veitingageiranum sem halda úti öflugri fréttasíðu með upplýsingum og fréttatengdu efni, þá þurfum við að vanda okkur sérstaklega vel. Upphaflega var Freisting.is hugsuð sem heimasíða að miðla upplýsingum til meðlima klúbbsins og almennings á auðveldan hátt. Ekki voru allir á sama máli um ágæti þess um árið 1995, en fáir efast í dag. Freisting.is hefur gengið í gegnum miklar breytingar í gegnum tíðina og í júlí 2013 var ákveðið að endurskíra vefsvæðið í veitingageirinn.is.
Vinnan að baki veitingageirinn.is
Veitingageirinn.is er sjálfstæð eining innan Freistingar, öll vinna í kringum vefinn á vegum veitingageirinn.is er unnin í sjálfboðavinnu og allar auglýsingar á vefnum eru þar af leiðandi í formi styrkja sem fara í tæknilegan rekstur vefsins og annað honum tengt.
