Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Fosshótelkeðjan stækkar
Fosshótel vinnur að opnun á nýjum hótelum. Annað hótelið er á Fáskrúðsfirði, Fosshótel Austfirðir, og mun það opna vorið 2014. Hitt hótelið er við Höfðatorg í Reykjavík, Fosshótel Reykjavík, og stefnt er á opnun þess vorið 2015.
Fosshótel Austfirðir, er þriggja störnu hótel staðsett á Fáskrúðsfirði og mun það opna næsta vor. Hótelið er glæsilegt í alla staði. Þar verða til að byrja með 26 herbergi en þeim mun fjölga síðar í 32 herbergi. Öll herbergin eru fullbúin og með baði. Einnig verður veglegur veitingastaður sem mun rúma allt að 60 manns. Byggingin sem hótelið verður í er merkilegt að mörgu leiti sem og saga þess og er eitt af helstu kennileitum Fákskrúðsfjarðar, Franska spítalanum. Franski spítalinn var reistur árið 1903 og tekinn í notkun árið 1904. Hann var einn þriggja spítala sem byggðir voru á Íslandi af franska ríkinu til að þjóna fjölda franskra fiskimanna sem stunduðu veiðar við landið.
Fosshótel Reykjavík, verður glæsilegt þriggja stjörnu plús hótel sem stefnt er að opna um vorið 2015. Hótelið verður á 16 hæðum með 342 herbergjum og staðsett við Höfðatorg í Reykjavík. Á hótelinu verður rekinn glæsilegur veitingastaður og þrír fundarsalir, að því er fram kemur á fosshotel.is.
Myndir: fosshotel.is
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Pistlar7 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Markaðurinn3 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn3 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn4 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni4 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu






