Veitingarýni
Forréttabarinn – Falinn fjársjóður
Hef margsinnis ekið fram hjá Forréttabarnum og lengi vel hef ég verið á leiðinni þangað inn og alltaf verið mjög forvitinn. Loksins lét ég verða að því að kíkja við og var það snemma á laugardagskvöldi. Ottó Magnússon matreiðslumaður og eigandi tók vel á móti freistingamönnum sem komu svangir og forvitnir inn. Virkilega gaman að sjá falleg listaverk frá óþekktum listamönnum og opna eldhúsið var alveg að gera sig, vel heppnað concept, staðurinn lýstur upp með fallegri dagsbirtu, allt virkilega snyrtilegt.
Ég og ljósmyndarinn vorum aðeins of rólegir á því og varla sestir niður við borðið þegar ljósmyndarinn lagði myndavélaólina óvart í kerti og kveikti í henni og vorum við hálf skömmustulegir að slökkva í eldinum en allt gekk vel, enginn skaði og „nær“ engar skemmdir. Við náðum að róa okkur niður með Mojito sem var drykkur kvöldsins og hlógum af klaufaskapnum í okkur.
Forréttabarinn er svo sannarlega staður sem hannaður er af ást og umhyggju og hægt er að finna fyrir hlýju og þægilegu andrúmslofti, þetta er staður sem maður fer á til að eiga gott og afslappað kvöld.
Ottó réð ferðinni og bauð upp á:
- „Lambahjörtu, döðlur, valhnetur, epli og sellerí“ – Góður endir á þægilegur á góðu kvöldi, diskur sem setti gott jafnvægi á kvöldið
- „Þorskur, nautasíða, chorizo og piparrót“ – Frábær fiskur, fullkomlega eldaður, vantaði eitthvað til að binda þetta saman í lokinn
- „Rauðrófur, piparostur og hnetumix“ – Þar sem ég er gríðalega mikil kjötæta þá er þetta snilld fyrir grænmetisæturnar, ég var samt smá skotinn í þessum disk.
- „Hross, röstí kartöflur, grænn pipar, nípa og bernaise“ – Frábær diskur, ekkert hægt að setja út á hér
- „Gullostur, hnetur, sulta og hlynsíróp“ – Einfalt en snilld, less is more, hefði verið gaman að fá heimalagaðan ost en þetta var mjög gott eins og var
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Frétt4 dagar síðanLífrænar nýrnabaunir innkallaðar vegna ólöglegs varnarefnis
-
Frétt4 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu










