Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Fiskbúðin Vegamót
Þarna hefur verið verslunarrekstur svo langt sem ég man fyrst nýlenduvöruverslun en seinni árin fiskbúð og sú sem um er rætt hefur verið starfandi síðan í mars síðastliðnum og er rekin af matreiðslumanninum Birgi Rafn Ásgeirssyni.
Strax þegar inn er komið heillast maður af borðinu en þar er samspil spegla, klaka (ekki mattur ís) og fallega uppsetning á hráefninu.
Hann er með á boðstólunum 3 tegundir af sósum sem hann selur sér í boxum, einnig með bæði sjávarréttarsúpu og Humarsúpu í kg dósum, en Birgir notar ekki hvítt hveiti og hvítan sykur í það sem hann lagar þannig að súpurnar eru þykktar með grænmeti.
Okkur í SS sveit veitingageirinn.is var boðið að smakka á sjávarréttarsúpunni, bakaðari lúðu í sítrónulegi og þorsk í terryjaki að hætti Birgis og smakkaðist allt alveg prýðilega og sýnir hvað matreiðslumenn geta fært fiskbúðir upp á æðra plan sökum fagþekkingar.
Ekki má gleyma kartöflusalati staðarins sem er nýjar kartöflur með hýði, vorlaukur, coriander, capers og eitthvað leynikrydd sem ekki var hægt að toga út úr honum, en ef hann er ekki með það í borðinu eru kerlingarnar í hverfinu strax farnar að nöldra.
Við hjá veitingageirinn.is óskum Birgi alls hins besta í framtíðinni.
Myndir: Smári
Texti: Sverrir
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Bocuse d´Or23 klukkustundir síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGunnar Karl Gíslason: „Við þurfum fyrst og fremst að halda lífi í veitingastöðunum“
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park













