Sverrir Halldórsson
Fabrikkan fyrst til að bjóða upp á Gæsaborgara
Já það er Hamborgarafabrikkan sem reið á vaðið í fyrra með að bjóða á Þorranum upp á gæsaborgara sem þeir kalla Heiðar.
Nú er því í annað skiptið sem hann er á boðstólunum og að sögn Birgis Helgasonar rekstrastjóra er hann kominn til að vera.
Einnig hafa fabrikkumenn boðið upp á Hreindýraborgara undir nafninu Rúdolf í jólamánuðinum og einnig bjóða þeir upp á Hrefnuborgara yfir sumartímann og á haustin er laxaborgari á dagskrá og aldrei að vita nema fleiri óhefðbundnir borgarar líti dagsins ljós í náinni framtíð og er þetta mjög göfugt verkefni og setur staðinn á hærri stall fyrir vikið.
En að gæsaborgaranum þá inniheldur hann 60 % gæsakjöt og 40 % nautahakk og fitu til þess að hann verði ekki allt of dýr, aukin heldur er gæsakjöt mjög magurt kjöt sem þarfnast smá fitu meðan það er eldað, svo fékk ég að smakka á herlegheitunum, en hann er afgreiddur með rjómaosti, villibláberja sultu og peru með honum eru bornar franskar sætkartöflur og tómatsósa.
Eitthvað bragð fannst mér ekki eiga heima í þessari samsetningu og fann út að það var tómatsósan, Heinz tómatsósan er svo kröftug í bragði að hún passar engan veginn í þetta partý bragðlauka og hefði ég frekar viljað sjá milda gráðostasósu með.
Borgarinn var alveg fantagóður og ekki síðri sætfrönskurnar og segir mér hugur að þær verði inn í ár.
Mæli ég hiklaust með að fólk prófi Heiðar því að ég er næstum viss að enginn verði fyrir vonbrigðum.
Takk fyrir mig.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið15 klukkustundir síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Uppskriftir6 dagar síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu









