Food & fun
Einn eftirsóttasti kokkur Norðurlanda gestur Grand Restaurant á Food & fun 2014
Matreiðslumaður ársins í Danmörku, árið 2012, Daniel Kruse, er spenntur fyrir samstarfi við íslenska kollega sína næstu daga.
Daniel Kruse, verður gestur Grand Restaurant á Food & Fun hátíðinni sem hófst í gær, miðvikudaginn 26. febrúar. Daniel hefur verið einn eftirsóttasti matreiðslumeistari Norðurlanda og víðar um árabil. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna, meðal annars verði sæmdur titlinum Matreiðslumaður ársins, í Danmörku árið 2012 og varð þriðji í valinu um matreiðslumann norðurlanda á síðasta ári.
Daniel hefur verið yfirmatreiðlsumeistari á Lassen´s Restaurant á Stammershalle hótelinu á dönsku eyjunni Bornholm um árabil og hefur byggt upp gott orðspor fyrir frumlega efnistök á klassísku hráefni. Daniel er spenntur fyrir samstarfinu við íslenska kollega sína og lofar því að það verði upplifun á koma á Grand Restaurant á Food & fun hátíðinni.
Matseðill Grand Restaurant á Food & Fun er eftirfarandi:
Fyrsti réttur
Heitreykt bleikja steinseljurót, fennel og súraldin
Forréttur
Humar, Jerúsalem ætiþystlaís, sólselja og malt
Aðalréttur
Lambahryggvöðvi – hægelduð og steikt grísasíða, blandaðir laukar, soðgljái með eplum og bjór
Eftirréttur
Skyr og sítróna
Seinni eftirréttur
Súkkulaði og hafþyrnisber
Fréttamenn veitingageirans heimsækja Grand restaurant í kvöld og munu deila upplifun sinni í máli og myndum hér á veitingageirinn.is.
Mynd: aðsend/Grand.is
![]()
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini






