Sverrir Halldórsson
Bættu smá bragði af New York í líf þitt – New York dagar á VOX
Í samvinnu við Icelandair heldur VOX Restaurant sannkallaða matarveislu 18. – 21. september þar sem víðkunnir gestakokkar frá New York töfra fram freistandi, alþjóðlega rétti í hinum eina og sanna New York anda. Þú þarft ekki að fara lengra til þess að kynnast því sem auðkennir matarmenninguna í New York: Matargerðarlist frá öllum heimshornum.
New York er einn af vinsælustu áfangastöðum Icelandair. Fjölmargir Íslendingar eiga þaðan góðar minningar um kvöldstund á góðum veitingastað. Hvort sem þú ert einn af þeim, ert að hugsa um að skella þér til New York með Icelandair eða ert nú þegar búinn að bóka, þá er tilvalið að taka forskot á sæluna og líta inn á VOX Restaurant.
Gestakokkar á New York dögum eru:
Michael Aeyal Ginor: Kunnur frumkvöðull í matreiðsluheiminum vestanhafs. Hann rekur nokkra veitingastaði í New York sem hafa unnð til fjölda verðlauna. Ginor er galdramaður.
Douglas Rodriquez: Hann hefur verið nefndur guðfaðir „nýja latínska eldhússins“. Snillingur á heimsmælikvarða. Steikin gerist ekki betri en hjá Rodriguez.
New York matseðillinn:
Fyrsti réttur:
Andalifur að hætti Michael Ginor frá Hudson valley
Annar réttur:
Marineraðir sjávarréttir að hætti Douglas Rodriguez
Þriðji réttur:
Mais Tortillur og önd á þrjá vegu að hætti Douglas Rodriguez
Fjórði réttur:
New York KOBE sirloin steik með lauk marmelaði – Michael og Douglas
Eftirréttur:
Karmellað “French toast” með reyktum döðlum, möndluís og Amarena kirsuber
Verð kr. 9.900.-
Mynd: Vox.is
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup






