Sverrir Halldórsson
Vitinn í Sandgerði – Sjávarréttarstaður | Veitingarýni
Það var eina helgi í júní mánuði að ég átti erindi á Suðurnesin og ákváðum ég og ritstjórinn að nota tækifærið og hittast og fá okkur hádegisverð í Vitanum í Sandgerði.
Ég notaði strædó og tók fyrst leið 11 inn á Hlemm en á hringtorginu við Þjóðminjasafnið fór hann með þvílíkum hraða í það að ég kastaðist úr sætinu út á gólf, og var mikið um öskur í vagninum svo stoppaði hann og farþegar hjálpuðu mér á fætur og í sæti. Vagninn hélt áfram inn á Hlemm, fór ég út því þar ætlaði ég að taka næsta vagn leið 1 til Hafnarfjarðar og var einhver 15 mínútna bið þar til hann lagði af stað.
Svo kom að því að hann lagði af stað, keyrslan var eins og hann væri í neyðarakstri, það mikill var hraðinn og svo rykkir alltaf en það fyndna við allt saman var að hann þurfti að tímajafna 4 sinnum á leiðinni og þetta var á laugardegi.
Er við komum til Hafnarfjarðar þar sem strætisvagnar stoppa, fór ég út og gekk í átt að bíl nr. 55 en hann ætlaði að flytja mig til Keflavíkur og loksins var bílstjóri sem keyrði almennileg þó svo hann væri á vikugömlum bíl og kom mér örugglega til Keflavíkur.
Þar beið ritstjórinn eftir mér og keyrði síðasta spölinn til Sandgerðis og beint út í Vitann.
Vídeó
Þar fengum við okkur sæti út við glugga og þjónustustúlkan tók drykkjarpöntun og Stefán sjálfur tók matarpöntunina og kemur hér hvað við fengum:
Fyrst kom heimabakað brauð með þeyttu smjöri og smástykki í álpappírnum fræga sem Jónas Kristjánsson var svo mikið á móti. Brauðið var volgt og með smjöri var þetta algjört sælgæti að borða.
Alveg massíft krabbabragð af súpunni og hrein unun að borða.
Flott eldun á fiskinum og ferskur, meðlætið var mjög gott en þetta beikon hefði mátt fara á einhvern annan disk.
Svo sátum við um stund og spjölluðum saman, svo stakk ritstjórinn upp á að taka rúnt og var strandlengjan þrædd frá Sandgerði yfir í Hafnir og það upp á Ásbrú, en þar ætlaði ég að mæta í sjötugsafmæli hjá Reyni Guðjónssyni matreiðslumeistara og fyrrverandi klúbbstjóra í Offanum og að sjálfsögðu var afmælið haldið í Officera- klúbbnum.
Flott veisla og margir matreiðslumeistarar á staðnum og er ég ætlaði að fara þá bauð Hafþór Óskarsson hjá Progastro að skutla mér í bæinn og var ég mjög þakklátur fyrir það og áttum við gott spjall saman á leiðinni.
Svo kom ég heim og var farið að verkja í lappirnar, komst upp alla stigana og í inn í bedda og upplifði þennan skemmtilega dag utan biltunnar.
Myndir: Smári
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt1 dagur síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit