Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Vitinn í Sandgerði – Sjávarréttarstaður | Veitingarýni

Birting:

þann

Sjávarréttastaður - Vitinn í Sandgerði

Vitinn í Sandgerði var byggður árið 1982 af þeim hjónum Stefáni Sigurðssyni matreiðslumeistara og konu hans Brynhildi Kristjánsdóttur og hafa þau rekið staðinn síðan.

Það var eina helgi í júní mánuði að ég átti erindi á Suðurnesin og ákváðum ég og ritstjórinn að nota tækifærið og hittast og fá okkur hádegisverð í Vitanum í Sandgerði.

Strætó

„…loksins var bílstjóri sem keyrði almennileg þó svo hann væri á vikugömlum bíl.“
Mynd: straeto.is

Ég notaði strædó og tók fyrst leið 11 inn á Hlemm en á hringtorginu við Þjóðminjasafnið fór hann með þvílíkum hraða í það að ég kastaðist úr sætinu út á gólf, og var mikið um öskur í vagninum svo stoppaði hann og farþegar hjálpuðu mér á fætur og í sæti. Vagninn hélt áfram inn á Hlemm, fór ég út því þar ætlaði ég að taka næsta vagn leið 1 til Hafnarfjarðar og var einhver 15 mínútna bið þar til hann lagði af stað.

Svo kom að því að hann lagði af stað, keyrslan var eins og hann væri í neyðarakstri, það mikill var hraðinn og svo rykkir alltaf en það fyndna við allt saman var að hann þurfti að tímajafna 4 sinnum á leiðinni og þetta var á laugardegi.

Er við komum til Hafnarfjarðar þar sem strætisvagnar stoppa, fór ég út og gekk í átt að bíl nr. 55 en hann ætlaði að flytja mig til Keflavíkur og loksins var bílstjóri sem keyrði almennileg þó svo hann væri á vikugömlum bíl og kom mér örugglega til Keflavíkur.

Þar beið ritstjórinn eftir mér og keyrði síðasta spölinn til Sandgerðis og beint út í Vitann.

Sjávarréttastaður - Vitinn í Sandgerði

Veitingahúsið Vitinn í Sandgerði hefur laðað að sér fjölmarga gesti í sumar og þá aðallega vegna krabbaveislunnar sem boðið er upp á. Lifandi sjávarfang er í kerjum í bakgarði Vitans þar sem matargestir geta skoðað herlegheitin.

Vídeó

Þar fengum við okkur sæti út við glugga og þjónustustúlkan tók drykkjarpöntun og Stefán sjálfur tók matarpöntunina og kemur hér hvað við fengum:

Sjávarréttastaður - Vitinn í Sandgerði

Heimabakað brauð

Fyrst kom heimabakað brauð með þeyttu smjöri og smástykki í álpappírnum fræga sem Jónas Kristjánsson var svo mikið á móti. Brauðið var volgt og með smjöri var þetta algjört sælgæti að borða.

Sjávarréttastaður - Vitinn í Sandgerði

Krabbasúpa með rjómatopp

Alveg massíft krabbabragð af súpunni og hrein unun að borða.

Sjávarréttastaður - Vitinn í Sandgerði

Pönnusteikt rauðsprettuflök með rösti kartöflum, fersku salati, gulrótum, krækling, beikonsneiðum og tartarsósu

Flott eldun á fiskinum og ferskur, meðlætið var mjög gott en þetta beikon hefði mátt fara á einhvern annan disk.

Veislusalur - Officer - Ásbrú

Veislusalurinn í Officer klúbbnum
Mynd: menu4u.is

Reynir Guðjónsson

Reynir Guðjónsson
Mynd: menu4u.is

Svo sátum við um stund og spjölluðum saman, svo stakk ritstjórinn upp á að taka rúnt og var strandlengjan þrædd frá Sandgerði yfir í Hafnir og það upp á Ásbrú, en þar ætlaði ég að mæta í sjötugsafmæli hjá Reyni Guðjónssyni matreiðslumeistara og fyrrverandi klúbbstjóra í Offanum og að sjálfsögðu var afmælið haldið í Officera- klúbbnum.

Progastro

Progastro
Mynd: progastro.is

Flott veisla og margir matreiðslumeistarar á staðnum og er ég ætlaði að fara þá bauð Hafþór Óskarsson hjá Progastro að skutla mér í bæinn og var ég mjög þakklátur fyrir það og áttum við gott spjall saman á leiðinni.

Svo kom ég heim og var farið að verkja í lappirnar, komst upp alla stigana og í inn í bedda og upplifði þennan skemmtilega dag utan biltunnar.

 

Myndir: Smári

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið