Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Vínþjónn Íslands 2023 – Skráning hafin

Birting:

þann

Vínsmakk

English below!

Það er ánægja að tilkynnna ykkur að á sunnudaginn 23. apríl fer fram keppnin um Vínþjón Íslands.

Keppnin er haldin þriðja hvert ár og mun keppandinn sem fer með sigur af hólmi hljóta titillinn Vínþjónn Íslands til næstu þriggja ára. Á þessu tímabili mun sigurvegarinn keppa fyrir Íslands hönd á hinum ýmsu alþjóðlegu mótum, meðal annars í Helsinki á Norðurlandamóti Vínþjóna í október þessa árs.

Keppnin fer fram öll á ensku, þar sem hún er keppnistungumál á erlendum mótum.

Auk þess að þreyta skriflegt próf, þurfa keppendur að geta sýnt hæfni í:

Blindsmakki, munnlegu eða/og skriflegu.

Meðhöndlun mismunandi víntegunda, t.d. umhellingu léttvíns og/eða opnun freyðivíns.

Að skila vínpörun með matseðli eða öfugt.

Viku fyrir Íslandsmótið, sunnudaginn 16. apríl, bjóða Vínþjónasamtökin uppá kynningarfund þar sem stjórn samtakanna, Alba E. H. Hough, Peter Hansen og Tolli Sigurbjörnsson, bjóða væntanlegum keppendum og öðrum áhugasömum upp á tækifæri til að kynna sér keppnisaðferðir og reglur.

Skráning og fyrirspurnir sendast á: [email protected]

Staðsetning fyrir keppnina og kynningarfundinn verða auglýst síðar.

Allir eru velkomnir og við hlökkum til að sjá sem flesta.

Best Sommelier of Iceland 2023

It is our pleasure to inform you that the competition for the title Best Sommelier of Iceland will be held on Sunday, April 23th.

The competition is held every third year, and whoever wins the title will be the Icelandic representative in various international competitions during that period. The first of which is the Best Sommelier of the Nordics competition, held in Helsinki in October of 2023.

Auglýsingapláss

The competition will be held entirely in English as it is a prerequisite in international competitions.

Along with a theoretical examination, competitors will be required to display efficiency in a number of tasks such as:

Blind tasting wines, written and/or oral.

Various service techniques, wine decantation and/or opening of sparkling wines, for instance.

Creating a wine pairing to match food or vice versa.

The board of the Icelandic Sommelier Association, Alba E. H. Hough, Peter Hansen and Tolli Sigurbjörnsson will invite participants and other curious members to an introductory meeting on Sunday, April 16th. The purpose of which will be to give interested parties a chance to familiarise themselves with competition methods and rules.

For registration and inquiries please send an email to the following addresses: [email protected]

The location of the competition as well as the introductory meeting will be announced at a later date.

All are welcome and we look forward to seeing as many as possible.

Alba E.H. Hough vínþjónn

Alba E.H. Hough vínþjónn

Alba E. H. Hough
President of the Icelandic Sommelier Association

Tolli er framreiðslumaður að mennt og Certified Sommelier frá Court of Master Sommelier, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára. Tolli hefur verið í stjórn Vínþjónasamtaka frá árinu 2001 og sá eini sem hefur gegnt öllum störfum samtakanna, nú sem ritari og gjaldkeri. Tolli starfaði lengst af í Perlunni og var stofneigandi af Sommelier Brasserie við hverfisgötu forðum daga, í dag starfar hann hjá víninnflytjanda Globus. Hægt er að hafa samband við Tolla á netfangið [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið