Smári Valtýr Sæbjörnsson
Vinsæl veitingahús virða að vettugi tilmæli og ábendingar Neytendastofu
Í júlí sl. könnuðu fulltrúar Neytendastofu hvort verðmerkingar á veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu væru í samræmi við lög og reglur um verðmerkingar. Í lok september fylgdu starfsmenn Neytendastofu þeirri ferð eftir með könnun á 14 veitingahúsum sem stofnunin hafði gert athugasemdir við verðmerkingar hjá í fyrri skoðun. Skoðað var hvort matseðill væri við inngöngudyr og hvort magnupplýsingar drykkja kæmu fram.
Könnunin leiddi í ljós að veitingahúsin Vegamót, Restaurant Reykjavík, Grillhúsið og Hamborgarafabrikkan höfðu farið að tilmælum Neytendastofu um úrbætur og bætt verðmerkingar sínar. Hjá Tapashúsinu, Scandinavian Smorrebrod og Braaserie, Kaffi Klassík, Café Bleu, Fiskfélaginu, Kopar, Pisa, Sushisamba og Austurlandahraðlestinni voru verðmerkingar hinsvegar enn ófullnægjandi.
Í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvort beita skuli þessa tíu veitingastaði sektum fyrir að virða að vettugi tilmæli og ábendingar Neytendastofu um að koma verðmerkingum í viðunandi horf, að því er fram kemur á vef Neytendastofunnar.
Mynd: Skjáskot af google korti.

-
Keppni4 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025