Smári Valtýr Sæbjörnsson
Vinsæl veitingahús virða að vettugi tilmæli og ábendingar Neytendastofu
Í júlí sl. könnuðu fulltrúar Neytendastofu hvort verðmerkingar á veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu væru í samræmi við lög og reglur um verðmerkingar. Í lok september fylgdu starfsmenn Neytendastofu þeirri ferð eftir með könnun á 14 veitingahúsum sem stofnunin hafði gert athugasemdir við verðmerkingar hjá í fyrri skoðun. Skoðað var hvort matseðill væri við inngöngudyr og hvort magnupplýsingar drykkja kæmu fram.
Könnunin leiddi í ljós að veitingahúsin Vegamót, Restaurant Reykjavík, Grillhúsið og Hamborgarafabrikkan höfðu farið að tilmælum Neytendastofu um úrbætur og bætt verðmerkingar sínar. Hjá Tapashúsinu, Scandinavian Smorrebrod og Braaserie, Kaffi Klassík, Café Bleu, Fiskfélaginu, Kopar, Pisa, Sushisamba og Austurlandahraðlestinni voru verðmerkingar hinsvegar enn ófullnægjandi.
Í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvort beita skuli þessa tíu veitingastaði sektum fyrir að virða að vettugi tilmæli og ábendingar Neytendastofu um að koma verðmerkingum í viðunandi horf, að því er fram kemur á vef Neytendastofunnar.
Mynd: Skjáskot af google korti.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni1 dagur síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati