Vertu memm

Uncategorized

Vínasamkomulag stórveldana

Birting:

þann

Burgundy, Chablis, Champagne, Chianti… Notkun 17 evrópskra vínheita í Bandaríkjunum hefur nú verið takmörkuð skv. samningi Evrópubandalagsins og Bandaríkjanna sem staðfestur var 10 mars. Í staðinn neyðast Evrópubandalagsþjóðirnar að flytja inn vín frá Bandaríkjunum sem áður uppfylltu ekki allar hinar ströngu kröfur bandalagsins um víngerðaraðferðir. Hæst ber þar að nefna sá siður Bandaríkjamanna að setja eikarflögur í vínið til að gefa því eikarblæ og komast þannig hjá kaupum og notkun eikartunna sem Evrópubúar þurfa að kaupa dýrum dómi. Víngerðarmenn í Evrópu óttast að þetta muni leiða til þess að vínbændur þar í álfu fari að óska eftir leyfi til að nota flögurnar í stað eikartunnanna enda aðferðin mun ódýrari sem ekki skiptir litlu máli í baráttu þeirra við ódýr, innflutt vín. Ítalír hafa fyrstir Evrópuþjóða sótt um leyfi til að nota eikarflögurnar.

En hvers vegna vill Evrópubandalagið yfir höfuð opna hliðin fyrir þessum bandarískum vínum?  Einfaldlega vegna þess að velta vínviðskipta við Bandaríkin nemur um tveimur billjónum Evra, eða 40% af útfluttu víni.

 

Beint af heimasíðu Víns og matar

Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið