Uncategorized @is
Viltu vinna í einni flottustu veislu á Íslandi? Þá er hér tækifærið
Galadinner hjá Klúbbi Matreiðslumeistara verður haldinn laugardaginn 9. janúar næstkomandi á Hilton hótel.
Barþjónaklúbbur Íslands leitar að þjónum til að vinna í veislunni, þetta er sjálfboðavinna sem gefur mjög mikið af sér og er til styrktar til Klúbbs Matreiðslumeistara:
- Þið munuð sjá rétti matreidda af matreiðslumeisturum.
- Sjá hvernig uppsetning á svona stórum veislum fer fram.
- Uppdekning á borðum fyrir svona veislu.
- Matseðil settan upp á Klassískan máta.
- Kynnast öðrum þjónum/matreiðslumönnum í bransanum (Oft farið saman og skemmt sér eftir á).
- Uppistand og söngatriði.
- Munuð fá að eiga diskana sem matseðillinn er innprentaður í.
- Sjá hvaða vín parast með hverjum rétt sem gefur meira innsýn.
- Margt fleira.
Hvernig þetta fer fram:
- Svört skyrta, svartir skór, bindi og skyrtur verða á staðnum í til að lána fyrir þá sem eiga ekki.
- Mæting er kl. 16:00 og er til rúmlega 01:00.
- Ykkur verður skipt í hópa og sjáið um viss svæði sem eru merkt nr borða, þetta fer allt fram á svæðinu.
- Verður byrjað með freyðandi fordrykk og fingramat.
- Sjálfur service með 9 réttum og vín sem verður parað með hverjum rétt.
- Frágangur að eitthverju leiti.
Þessi facebook grúppa mun sjá hversu margir komast. Endilega deilið á sem flesta og bjóðið þeim sem þið haldið að gætu haft áhuga. Kvittið í könnunina á facebook hér.
Takk æðislega og sjáumst hress á laugardaginn!
Mynd: Guðjón Þór Steinsson matreiðslumeistari
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel22 klukkustundir síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum