Vertu memm

Freisting

Vilja ekki rappa um McDonalds

Birting:

þann

Skyndibitakeðjan McDonalds hefur leitað ýmissa leiða til að efla kynningarstarfsemi sína til þess að höfða til ungra neytenda sem eru að vaxa og dafna á alla vegu. Sem lið í átakinu, sem fór af stað í mars á þessu ári, vonaðist McDonalds til að fá rappara til þess að syngja um skyndibitakeðjuna í lögum sínum en fyrir vikið áttu rappararnir að fá allt að 300 íslenskar krónur í greiðslu í hvert sinn sem lagið var spilað í útvarpi. Nú, sex mánuðum síðar, bólar hvergi á lofsöng um McDonalds í textum rappara eins og Jay-Z, 50 Cent og Snoop Doog.

Þrátt fyrir að rapparar eigi oft ekki í nokkrum vandræðum með að skrifa texta sem rímar við hina ýmsu merkjavöru, þá hefur lítið farið fyrir nafni McDonalds í textum þeirra. Talsmaður McDonalds segir að ekki hafi enn komið sá rapptexti á borð til þeirra sem fyrirtækið er tilbúið að borga fyrir.

Einnig voru áform um að ný lína í starfsmannafatnaði yrði tekin upp, fatalínu sem væri innblásin af rapptískunnni. Þessi nýja fatalína hefur þó ekki enn litið dagsins ljós. Grundvallarmistök McDonalds mega teljast vera sú að þeir gleymdu að líta á skyndibitakeðjuna með augum rapparans. Sem rappari þykir það ekki flott að selja sál sína og láta glepjast af fjölþjóðlegt gróðafyritæki sem rekið er af hvítu fólki.

 

Greint frá á visir.is

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið