Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Vilhjálmur pollrólegur í keyrslu í 65 manna brúðkaupsveislu

Birting:

þann

vilhjalmur_08072013700Vilhjálmur Axelsson birti á facebook síðu sinni skemmtilegt myndband sem sýnir keyrslu í 65 manna brúðkaupsveislu í Kongsvold Fjeldstue í Noregi, en staðurinn er allt í senn veitingastaður, pöbb og hótel.  Vilhjálmur er 29 ára matreiðslumaður, en hann lærði fræðin sín á Glóðinni í Keflavík og kláraði síðan námið á Hótel Geysi og útskifaðist árið 2004.

Vilhjálmur hefur starfað hjá Axel Jónsson veitingamanni, veitingastaðnum hennar Léa Linster í Lúxemborg, Perlunni, Silfri á Hótel Borg svo eitthvað sé nefnt og er núna eins og áður sagði á Kongsvold Fjeldstue og er búinn að starfa þar í tæp þrjú ár.

Hér má sjá sauðnautin í fjallshlíðinni fyrir ofan Kongsvold Fjeldstue

Hér má sjá sauðnautin í fjallshlíðinni fyrir ofan Kongsvold Fjeldstue

Kongsvold Fjeldstue fékk verðlaun sem besti nemastaður árið 2011 (Aret lærlingsbedrift 2011) þar sem horft er á matseðil, og hvernig nemarnir standa sig í faginu ofl. Mikið er fjallað um Kongsvold Fjeldstue í fjölmiðlum, sauðnautið sem er á boðstólnum hjá þeim og er ræktað í Oppdal sem er næsti bær við veitingastaðinn og eins valinn besti veitingastaðurinn í héraðinu ( Trøndelag, more og Romsdal ) árið 2010 svo eitthvað sé nefnt.

Mikið er fjallað um Kongsvold Fjeldstue í fjölmiðlum

Mikið er fjallað um Kongsvold Fjeldstue í fjölmiðlum

Kongsvold Fjeldstue er 60 manna veitingastaður þar sem allt er innréttað að gamla mátann, vínkjallara sem geymir rétt um 3500 flöskur. Hótelið er með 31 herbergi í útleigu og þar er einnig allt upp á gamla mátann, þ.e. ekkert sjónvarp eða mínibar i herbergjunum og nokkur herbergi eru með kojur.

Vídeó

Hér að neðan má sjá myndbandið sem sýnir keyrslu í 65 manna brúðkaupsveislu í Kongsvold Fjeldstue og það er ekki annað að sjá og heyra en að Vilhjálmur sé pollrólegur í keyrslunni (Smellið á myndina):

Myndir: kongsvold.no

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið