Starfsmannavelta
Veitingastaðurinn Felino kveður: „Við sáum fram á að þetta myndi bara ekki ganga upp .. „
Veitingastaðnum Felino í Listhúsinu í Laugardal í Reykjavík hefur verið lokað fyrir fullt og allt. Þetta staðfestir forsvarsmaður staðarins, hinn rómaði bakarameistari Jói Fel, Jóhannes Felixsson í samtali við dv.is.
Það er raunar nokkur misskilningur að staðurinn sé í eigu Jóa, en hann hefur starfað sem launþegi á Felino. Hann hefur engu að síður sinnt daglegum rekstri og verið andlit staðarins. Jói segir að hann og eigendur Felino kappkosti að loka rekstrinum á faglegan og heiðarlegan hátt:
„Ég vann þarna sem launþegi og vann fyrir og með góðum vinum mínum sem opnuðu veitingastaðinn með mér. Við sáum fram á að þetta myndi bara ekki ganga upp og því ákváðum við að loka staðnum, þar sem rekstrarumhverfið er of erfitt og við sjáum ekki fram á að geta rekið þetta áfram í þessu rekstrarumhverfi.
Við erum að ræða við birgja og ég er þegar byrjaður í öðru spennandi verkefni.“
Segir Jói Fel í samtali við dv.is sem fjallar nánar um málið hér.
Mynd: aðend
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni5 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Keppni3 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný