Vertu memm

Starfsmannavelta

Veitingastaðurinn Felino kveður: „Við sáum fram á að þetta myndi bara ekki ganga upp .. „

Birting:

þann

Jóhannes Felixson bakarameistari, betur þekktur sem Jói Fel

Jóhannes Felixson

Veitingastaðnum Felino í Listhúsinu í Laugardal í Reykjavík hefur verið lokað fyrir fullt og allt. Þetta staðfestir forsvarsmaður staðarins, hinn rómaði bakarameistari Jói Fel, Jóhannes Felixsson í samtali við dv.is.

Það er raunar nokkur misskilningur að staðurinn sé í eigu Jóa, en hann hefur starfað sem launþegi á Felino. Hann hefur engu að síður sinnt daglegum rekstri og verið andlit staðarins. Jói segir að hann og eigendur Felino kappkosti að loka rekstrinum á faglegan og heiðarlegan hátt:

„Ég vann þarna sem launþegi og vann fyrir og með góðum vinum mínum sem opnuðu veitingastaðinn með mér. Við sáum fram á að þetta myndi bara ekki ganga upp og því ákváðum við að loka staðnum, þar sem rekstrarumhverfið er of erfitt og við sjáum ekki fram á að geta rekið þetta áfram í þessu rekstrarumhverfi.

Við erum að ræða við birgja og ég er þegar byrjaður í öðru spennandi verkefni.“

Segir Jói Fel í samtali við dv.is sem fjallar nánar um málið hér.

Mynd: aðend

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið