Markaðurinn
Veglegur Thermomix kaupauki í maí
Thermomix er mikið notað á betri veitingastöðum út um allan heim, sérstaklega í Evrópu og Ástralíu, og fæst nú loksins á Íslandi hjá viðurkenndum umboðs- og söluaðila, Eldhústöfrum ehf. Síðumúla 29. Nú er boðið er upp á veglegan kaupauka þar sem aukaskál að andvirði 32.800 kr. fylgir frítt með öllum keyptum Thermomix TM5 til 31. maí nk.
Geggjuð græja í eldhúsið fyrir alla. Fyrir utan að vera öflugur blandari, mixari og hrærivél er Thermomix með innbyggða vigt og nákvæma hitastýringu frá 37°C upp í 120°C. Hraðastillingarnar eru tuttugu, frá 40 rpm upp í 10.600 rpm. Thermomix , hrærir, saxar og malar og það er t.d. einstaklega þægilegt að vinna pestó, chutney, purée, kryddolíur, majones, kaldar og heitar sósur og eftirrétti í Thermomix svo eitthvað sé nefnt og útkoman er alltaf fullkomin.
Eldhústöfrar ehf. verður með sýningarbás á stóru heimilissýningunni í Laugardalshöll sem fram fer helgina 17. – 19. maí nk. og kynna þar Thermomix. Ef áhugi er fyrir hendi er hægt að nálgast upplýsingar um boðsmiða fyrir fagaðila á opnun sýningarinnar í síma 696-7186.
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu






