Sverrir Halldórsson
Valdís hagnaðist um 40 milljónir | Eigendurnir hafa íhugað að opna aðra ísbúð
Ísbúðin Valdís hagnaðist um 40,3 milljónir króna á síðasta ári. Það er aukning frá því á árinu 2013 þegar hagnaðurinn nam 13,3 milljónum, en ísbúðin var opnuð á því ári. EBITDA fyrirtækisins var 55,5 milljónir króna, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins.
Handbært fé frá rekstri Valdísar á síðasta ári var 55,6 milljónir. Rúmlega 17 milljónir af þeirri upphæð var notuð í fjárfestingu í innréttingum, vélum og tækjum, en 13 milljónir voru greiddar í arð. Handbært fé Valdísar nam 23,9 milljónum króna um síðustu áramót.
Yfir 2000 ísar á dag þegar mest er
Valdís opnaði snemma sumars 2013 á Grandagarði í Reykjavík og er í eigu Önnu Svövu Knútsdóttur og Gylfa Þórs Valdimarssonar. Í samtali við Viðskiptablaðið segir Gylfi að hann áætli að að meðaltali séu seldir 400 ísar á dag í Valdísi. „Síðan eru náttúrulega toppdagar á sumrin þar sem eru kannski 2000 ísar eða meira,“ segir hann.
Valdís sérhæfir sig í heimalöguðum kúluís, en í borðinu hjá Valdísi eru á milli 20 og 30 tegundir af ís. Gylfi segir að salthnetu- og karamelluísinn auk danska lakkrísíssins séu vinsælustu tegundirnar.
Gylfi segir þau Önnu hafa íhugað að opna annan Valdísar-stað.
Það er alltaf í deiglunni, en ég hugsa samt að við gerum það ekki,
segir Gylfi í samtali við Viðskiptablaðið.
Þetta er nóg hérna. Það er fyrst núna eftir tvö ár sem maður getur farið að anda.
Hann segir aðsóknina hafa verið jafna og þétta síðan Valdís var opnuð. Síðan Icelandair Marina hótelið var opnað í nágrenninu hafi þó verið aukning í komu ferðamanna í ísbúðina.
Greint frá á vb.is.
Myndir: Skjáskot úr myndbandi á bravotv.is
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingastaðnum Nebraska lokað
-
Keppni5 dagar síðan
Klúbbur matreiðslumeistara kynnir nýtt Kokkalandslið
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Umsókn um nám í framreiðslu, kjötiðn, matartækni og matreiðslu á vorönn 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðarstemmning hjá Innnes á Stóreldhúsinu – Myndaveisla
-
Keppni1 dagur síðan
Hilma hreppti titilinn Konditor ársins 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Myndir frá Miyakodori viðburðinum – Sigurður Laufdal: þeir fóru til baka ástfangnir af Íslandi….
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Dóra Svavars endurkjörinn formaður Slow Food – Dóra: Slow Food samtökin sinna hagsmunagæslu allrar matvælakeðjunnar….