Markaðurinn
Uppþvottaefni Tandurs fá Svansvottun
![Tandur - Svansvottun](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/06/tandur-svansvottun-1024x763.jpg)
Á myndinni afhendir Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri loftslagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun, Birgi Erni Guðmundssyni, gæðastjóra Tandurs, Svansleyfið. Með þeim á myndinni eru Jónas Guðmundsson, sölustjóri Tandurs og Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur í teymi græns samfélags hjá Umhverfisstofnun.
Föstudaginn 8. júní fékk Tandur hf. Svansvottun á eigin framleiðslu uppþvottaefna fyrir atvinnueldhús.
Um er að ræða þrjár vörur, uppþvottaefnin ECO Plús og QED Plús ásamt eftirskolunarefninu ECO Gljáa.
Eru þetta fyrstu íslensku uppþvottaefnin sem fá viðurkennda alþjóðlega umhverfisvottun en Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og vel þekkt víða um heim. Tandur stefnir að því að framleiða fleiri Svansvottaðar efnavörur á komandi misserum enda eru umhverfisvottaðar hreinlætisvörur orðnar mikilvægur hluti af útboðslýsingum í opinbera geiranum og einnig einkarekstri.
Íslensk umhverfisvottuð framleiðsla hefur það m.a. umfram samskonar innflutta vöru að kolefnisfótsporin eru færri þar sem flutningsþátturinn vegur mun minna. Tandur er í samstarfi við Klappir Grænar lausnir sem sjá um að reikna út kolefnisfótspor fyrir vörur fyrirtækisins. Með því næst yfirsýn yfir áhrif starfseminnar á umhverfið og geta viðskiptavinir Tandurs þannig fengið samantekt á kolefnisfótsporum þeirra vörutegunda sem þeir hafa augastað á.
Hér má sjá frétt á vef Umhverfisstofnunnar.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt5 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt5 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt1 dagur síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda