Markaðurinn
Uppþvottaefni Tandurs fá Svansvottun

Á myndinni afhendir Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri loftslagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun, Birgi Erni Guðmundssyni, gæðastjóra Tandurs, Svansleyfið. Með þeim á myndinni eru Jónas Guðmundsson, sölustjóri Tandurs og Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur í teymi græns samfélags hjá Umhverfisstofnun.
Föstudaginn 8. júní fékk Tandur hf. Svansvottun á eigin framleiðslu uppþvottaefna fyrir atvinnueldhús.
Um er að ræða þrjár vörur, uppþvottaefnin ECO Plús og QED Plús ásamt eftirskolunarefninu ECO Gljáa.
Eru þetta fyrstu íslensku uppþvottaefnin sem fá viðurkennda alþjóðlega umhverfisvottun en Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og vel þekkt víða um heim. Tandur stefnir að því að framleiða fleiri Svansvottaðar efnavörur á komandi misserum enda eru umhverfisvottaðar hreinlætisvörur orðnar mikilvægur hluti af útboðslýsingum í opinbera geiranum og einnig einkarekstri.
Íslensk umhverfisvottuð framleiðsla hefur það m.a. umfram samskonar innflutta vöru að kolefnisfótsporin eru færri þar sem flutningsþátturinn vegur mun minna. Tandur er í samstarfi við Klappir Grænar lausnir sem sjá um að reikna út kolefnisfótspor fyrir vörur fyrirtækisins. Með því næst yfirsýn yfir áhrif starfseminnar á umhverfið og geta viðskiptavinir Tandurs þannig fengið samantekt á kolefnisfótsporum þeirra vörutegunda sem þeir hafa augastað á.
Hér má sjá frétt á vef Umhverfisstofnunnar.
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn5 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Kokkalandsliðið15 klukkustundir síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu






