Markaðurinn
Uppþvottaefni Tandurs fá Svansvottun
Föstudaginn 8. júní fékk Tandur hf. Svansvottun á eigin framleiðslu uppþvottaefna fyrir atvinnueldhús.
Um er að ræða þrjár vörur, uppþvottaefnin ECO Plús og QED Plús ásamt eftirskolunarefninu ECO Gljáa.
Eru þetta fyrstu íslensku uppþvottaefnin sem fá viðurkennda alþjóðlega umhverfisvottun en Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og vel þekkt víða um heim. Tandur stefnir að því að framleiða fleiri Svansvottaðar efnavörur á komandi misserum enda eru umhverfisvottaðar hreinlætisvörur orðnar mikilvægur hluti af útboðslýsingum í opinbera geiranum og einnig einkarekstri.
Íslensk umhverfisvottuð framleiðsla hefur það m.a. umfram samskonar innflutta vöru að kolefnisfótsporin eru færri þar sem flutningsþátturinn vegur mun minna. Tandur er í samstarfi við Klappir Grænar lausnir sem sjá um að reikna út kolefnisfótspor fyrir vörur fyrirtækisins. Með því næst yfirsýn yfir áhrif starfseminnar á umhverfið og geta viðskiptavinir Tandurs þannig fengið samantekt á kolefnisfótsporum þeirra vörutegunda sem þeir hafa augastað á.
Hér má sjá frétt á vef Umhverfisstofnunnar.
-
Frétt1 dagur síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi