Smári Valtýr Sæbjörnsson
„Trufflaðir“ dagar á Hamborgarafabrikkunni
Hamborgarafabrikkan í samstarfi við ítalska trufflufyrirtækið Savitar standa fyrir “Truffluðum” dögum á Hamborgarafabrikkunni á Höfðatorgi. Simmi og Jói fóru nýverið á truffluveiðar í Toscana og kynntu sér þetta eftirsótta hráefni.
Skrunið niður til að horfa á vídeó
„Samstarfið hófst þegar við kynntumst Marco Savini, syni eiganda Savitar, sem sérhæfir sig í sölu á trufflum“
,segir Jóhannes Ásbjörnsson, markaðsstjóri og einn eigenda Hamborgarafabrikkunnar.
Michele Mancini heimsækir Fabrikkuna
Stjörnukokkurinn Michele Mancini ásamt ofangreindum Marco eru á leið til Íslands í tilefni “Trufflaðra” daga. Trufflumatseðillinn var settur saman í samstarfi við Michele og inniheldur Truffluborgara og Skyrtertu með Truffluhunangi. Michele er þekktur kokkur á Ítalíu og stýrir veitingahúsi í eigu landsliðsmarkmanns Ítala, Gianluigi Buffon.
„Það er mikið ævintýri að fá kokk eins og Michele til samstarfs við okkur en við Jói höfum lengi verið aðdáendur trufflunnar“
, segir Sigmar Vilhjálmsson, einn eigenda Hamborgarafabrikkunnar.
Michele tekur í sama streng:
„We are totally in love with the The Hamburger Factory and we look forward to introducing the truffle products in Iceland with Simmi and Joi and their team“
, segir Michele Mancini.
Nýr Truffluborgari, Il Maestro, til heiðurs Kristjáni Jóhannsyni
Stjarnan á Trufflumatseðli Fabrikkunnar er nýr truffluborgari sem fékk nafnið Il Maestro. Um er að ræða heiðursborgara Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara sem bjó og starfaði við sönglist á Ítalíu í hartnær fjóra áratugi. Il Maestro skartar japönsku trufflumajónesi, truffluhunangi og hvíttruffludufti og er borinn fram með trufflubernaisesósu.
„Það gleður mitt ítalsk-íslenska hjarta að Simmi og Jói skulu hafa skírt þennan hamborgara mér til heiðurs. Hann er ómótstæðilegur enda er trufflan alveg einstakt hráefni, buonissimo eins og þeir segja“
, segir Kristján Jóhannsson.
Töfrar hvítu trufflunnar
Hvíta trufflan sem nefnist á frummálinu “Trifola d’alba Madonna”, vex villt í jörðu og er af sveppaætt. Hún er mjög sjaldgæf og finnst seint á haustin nálægt rótum ákveðinna tegunda trjáa og eingöngu á Ítalíu. Truffluveiðimenn með hjálp sérþjálfaðra truffluleitarhunda þefa hana uppi. Algengt kílóverð á ferskri hvítri trufflu er um 1 m.kr. en verðið fer þó töluvert eftir stærð trufflunnar. Stærsta truffla sem fundist hefur vó um 1,5 kg. og var seld á uppboði fyrir ríflega 42 m.kr.
Kristinn R. Ólafsson er ný rödd Hamborgarafabrikkunnar
„Þetta er Kristinn R. Ólafsson sem talar frá Madrid“. Hvert mannsbarn þekkir pistlana hans og röddina. Þessi lífskúnstner frá Spáni er eins þjóðlegur og hugsast getur. Rétt eins og Íslenska Hamborgarafabrikkan. Og þess vegna gleður okkur að segja frá því að Kristinn og Hamborgarafabrikkan hafa gengið til samstarfs.
„Nei ég er ekki að fara að grilla hamborgara eða þjóna til borðs, ég er orðin rödd Hamborgarafabrikkunnar. Simmi og Jói hringdu í mig eftir að ég hætti hjá Rúv. Sögðust elska röddina mína. Ég sagði á móti að ég hefði mikla matarást á hamborgurunum þeirra“
, segir Kristinn glaður í bragði. Framvegis mun því Kristinn R. tala frá Hamborgarafabrikkunni, en ekki frá Madrid.
Mynd: skjáskot úr myndbandi

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Frétt22 klukkustundir síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
POP-UP helgi á Eyju – Andreas töfrar fram 5 rétta seðil!