Vertu memm

Bocuse d´Or

Þráinn er á réttri leið

Birting:

þann

Freisting.is fékk boð um að koma á Hótel Sögu, Grillið, tilefnið var að Akademian og Þráinn Freyr Vigfússon, næsti Bocuse d´Or keppandi fyrir Íslands hönd, voru að kynna sig og fiskrétt Þráins í leiðinni.

Margt var um manninn, helstu birgjar sem veita verkefninu stuðning auk blaðamanna.

Friðrik Sigurðsson stiklaði á stóru um sögu keppninnar og umfang en eins og þeir sem til þekkja þá er verkefnið og sýningin í kringum keppnina risavaxinn (SHIRA).

Þráinn Freyr hefur sér til aðstoðar tvo nema í matreiðslu þá Atla Þór Erlendsson og Tómas Inga Jórunnarson en auk þess einn matreiðslumann, Bjarna Siguróla Jakobsson.  Tveir þeirra fara út í keppnina með Þránni.  Auk þeirra fer auðvitað Hákon Már Örvarsson, þjálfari og Sturla Birgisson sem er dómari.

Undankeppnin er í Sviss 6. til 8. júní næstkomandi.  Aðalhráefnið er kálfakjöt og lúða.
Þema Þráins er hraun og eldgos sem einkennir fiskréttinn og íslenskt birki fyrir kjötréttinn.

Þangað til undankeppnin byrjar hvílir mikil leynd yfir réttum og útliti rétta og var það skýrt tekið fram að myndir af réttinum mættu ekki fara á vefinn.

Matthías nam fræðin fyrir margt löngu, fór fljótlega að ganga um í bláum slopp og seldi fisk til kollega um nokkurra ára skeið. Starfar nú sem svokallaður skrifstofukokkur ásamt því að kenna námskeið í matreiðslu fyrir fróðleiksfúsa.

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið