Vertu memm

Keppni

Sigraði í saltfiskeppni og fær að launum draumaferðalag til Íslands

Birting:

þann

Sigraði í saltfiskeppni og fær að launum draumaferðalag til Íslands

Allir keppendur og kennarar þeirra

Nú um helgina fór fram í Mérida, Spáni árleg keppni milli matreiðslunema þar sem færasti saltfiskkokkur landsins var valinn. Þetta er í þriðja skipti sem þessi keppni fer fram, og í þetta skiptið tóku 18 skólar þátt, frá öllum hornum Spánar, eftir undankeppni í hverjum og einum.

Árlega taka því hátt í 200 nemar þátt í þessum keppnum á Spáni, auk allra hinna sem fylgjast með. Þannig má ætla að á hverju ári hafi stór hluti nýútskrifaðra kokka fengið góða kynningu á íslenskum saltfiski! Hann er enda uppistaðan í mörgum vinsælum réttum á Spáni, okkar stærsta saltfiskmarkaði.

Keppnin er hluti af markaðsverkefninu Seafood from Iceland sem Íslandsstofa hefur umsjón með. Sambærilegar keppnir fara árlega fram í Portúgal og Ítalíu, hinum stóru saltfisklöndunum.

Hlutskörpust þetta árið var Marta Oti frá ESHOB Barcelona, og hún fær draumaferðalag til Íslands í verðlaun. Keppnin flytur sig svo til Barcelona á næsta ári.

Mikil keppnis- og sköpunargleði einkenndi framlag nemana, sem eru flestir á aldrinum 18-22 ára og að stíga sín fyrstu skref sem kokkar.

Myndirnar tala sínu máli hér, einnig er hægt að fylgjast með verkefninu á Instagram.

Myndir: aðsendar / Íslandsstofa

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið