Keppni
Sigraði í saltfiskeppni og fær að launum draumaferðalag til Íslands
Nú um helgina fór fram í Mérida, Spáni árleg keppni milli matreiðslunema þar sem færasti saltfiskkokkur landsins var valinn. Þetta er í þriðja skipti sem þessi keppni fer fram, og í þetta skiptið tóku 18 skólar þátt, frá öllum hornum Spánar, eftir undankeppni í hverjum og einum.
Árlega taka því hátt í 200 nemar þátt í þessum keppnum á Spáni, auk allra hinna sem fylgjast með. Þannig má ætla að á hverju ári hafi stór hluti nýútskrifaðra kokka fengið góða kynningu á íslenskum saltfiski! Hann er enda uppistaðan í mörgum vinsælum réttum á Spáni, okkar stærsta saltfiskmarkaði.
Keppnin er hluti af markaðsverkefninu Seafood from Iceland sem Íslandsstofa hefur umsjón með. Sambærilegar keppnir fara árlega fram í Portúgal og Ítalíu, hinum stóru saltfisklöndunum.
- Marta Oti
- Sigurréttur Mörtu Oti
Hlutskörpust þetta árið var Marta Oti frá ESHOB Barcelona, og hún fær draumaferðalag til Íslands í verðlaun. Keppnin flytur sig svo til Barcelona á næsta ári.
Mikil keppnis- og sköpunargleði einkenndi framlag nemana, sem eru flestir á aldrinum 18-22 ára og að stíga sín fyrstu skref sem kokkar.
Myndirnar tala sínu máli hér, einnig er hægt að fylgjast með verkefninu á Instagram.
- Ramón Arias 2 sæti (Sevilla), Marta Oti 1 sæti (Barcelona), Rebeca Gutiérrez 3 sæti (Salamanca)
- Kristinn Björnsson (Íslandsstofa), Cristina Jolonch (La Vanguardia), Toño Pérez (3 Michelinstjörnur/Atrio Restaurante), Marta Oti (sigurvegari 2024), Diego Chavero (sigurvegari 2023), Magnús Jónsson (Iceland Seafood)
- Dómnefnd að störfum
View this post on Instagram
Myndir: aðsendar / Íslandsstofa

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn