Keppni
Sigraði í saltfiskeppni og fær að launum draumaferðalag til Íslands
Nú um helgina fór fram í Mérida, Spáni árleg keppni milli matreiðslunema þar sem færasti saltfiskkokkur landsins var valinn. Þetta er í þriðja skipti sem þessi keppni fer fram, og í þetta skiptið tóku 18 skólar þátt, frá öllum hornum Spánar, eftir undankeppni í hverjum og einum.
Árlega taka því hátt í 200 nemar þátt í þessum keppnum á Spáni, auk allra hinna sem fylgjast með. Þannig má ætla að á hverju ári hafi stór hluti nýútskrifaðra kokka fengið góða kynningu á íslenskum saltfiski! Hann er enda uppistaðan í mörgum vinsælum réttum á Spáni, okkar stærsta saltfiskmarkaði.
Keppnin er hluti af markaðsverkefninu Seafood from Iceland sem Íslandsstofa hefur umsjón með. Sambærilegar keppnir fara árlega fram í Portúgal og Ítalíu, hinum stóru saltfisklöndunum.
- Marta Oti
- Sigurréttur Mörtu Oti
Hlutskörpust þetta árið var Marta Oti frá ESHOB Barcelona, og hún fær draumaferðalag til Íslands í verðlaun. Keppnin flytur sig svo til Barcelona á næsta ári.
Mikil keppnis- og sköpunargleði einkenndi framlag nemana, sem eru flestir á aldrinum 18-22 ára og að stíga sín fyrstu skref sem kokkar.
Myndirnar tala sínu máli hér, einnig er hægt að fylgjast með verkefninu á Instagram.
- Ramón Arias 2 sæti (Sevilla), Marta Oti 1 sæti (Barcelona), Rebeca Gutiérrez 3 sæti (Salamanca)
- Kristinn Björnsson (Íslandsstofa), Cristina Jolonch (La Vanguardia), Toño Pérez (3 Michelinstjörnur/Atrio Restaurante), Marta Oti (sigurvegari 2024), Diego Chavero (sigurvegari 2023), Magnús Jónsson (Iceland Seafood)
- Dómnefnd að störfum
View this post on Instagram
Myndir: aðsendar / Íslandsstofa
-
Markaðurinn6 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn6 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt1 dagur síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn











