Smári Valtýr Sæbjörnsson
Ship O Hoj lokað í Borgarnesi
Búið er að ákveða að loka næstkomandi föstudag fisk- og kjötréttaversluninni Ship O Hoj, sem opnuð var fyrr á þessu ári við Brúartorg í Borgarnesi. Um ástæðu lokunarinnar segir Gunnar Örlygsson eigandi að veltan hafi því miður ekki verið nógu mikil til að standa undir rekstrarkostnaði, að því er fram kemur á vefnum Skessuhorn.is í dag.
Þau hafi opnað aðra Ship O Hoj verslun í Keflavík og þar sé veltan sjö sinnum meiri en hún hefur verið undanfarnar vikur í Borgarnesi.
Ég vil koma á framfæri þakklæti til viðskiptavina í Borgarnesi fyrir samfylgdina og traustið. Við vonum að sama skapi að önnur og stærri verslun á svæðinu taki upp þessa þjónustu að bjóða Borgfirðingum upp á kjöt- og fiskborð. Það er mikilvægt að þjónusta af þessu tagi sé í boði
, segir Gunnar Örlygsson að lokum við Skessuhorn.is.
Mynd: af facebook síðu Ship O Hoj.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni2 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni1 dagur síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni5 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann