Smári Valtýr Sæbjörnsson
Ship O Hoj lokað í Borgarnesi
Búið er að ákveða að loka næstkomandi föstudag fisk- og kjötréttaversluninni Ship O Hoj, sem opnuð var fyrr á þessu ári við Brúartorg í Borgarnesi. Um ástæðu lokunarinnar segir Gunnar Örlygsson eigandi að veltan hafi því miður ekki verið nógu mikil til að standa undir rekstrarkostnaði, að því er fram kemur á vefnum Skessuhorn.is í dag.
Þau hafi opnað aðra Ship O Hoj verslun í Keflavík og þar sé veltan sjö sinnum meiri en hún hefur verið undanfarnar vikur í Borgarnesi.
Ég vil koma á framfæri þakklæti til viðskiptavina í Borgarnesi fyrir samfylgdina og traustið. Við vonum að sama skapi að önnur og stærri verslun á svæðinu taki upp þessa þjónustu að bjóða Borgfirðingum upp á kjöt- og fiskborð. Það er mikilvægt að þjónusta af þessu tagi sé í boði
, segir Gunnar Örlygsson að lokum við Skessuhorn.is.
Mynd: af facebook síðu Ship O Hoj.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vel sóttur fundur hjá KM Norðurland á heita æfingu hjá 3. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Leyndarmál atvinnukokkanna: 8 fagleg eldhúsráð sem spara tíma og fyrirhöfn
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Endurnýjaðu án þess að sprengja budduna – Skoðaðu úrvalið af notuðum tækjum fyrir veitinga- og hótelrekstur
-
Markaðurinn4 dagar síðan
La Sommeliére vínkælar í úrvali fyrir veitingahús og veislusali
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Lúxusbrauðterta fyrir ostunnendur – dásamlega einföld
-
Keppni4 dagar síðan
Úrslit í kokteilkeppninni á degi heilags Patreks – Heimir sigraði með Irishman – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Af hverju bestu Michelin veitingastaðirnir sækja hráefni í Hiroshima? – Myndband
-
Frétt2 dagar síðan
Frá Fljótum til frægðar: Geitamjólk og gæði skila Brúnastöðum landbúnaðarverðlaununum 2025