Vertu memm

Sigurður Már Guðjónsson

Sauðárkróksbakarí færir út kvíarnar – Vídeó

Birting:

þann

Sauðárkróksbakarí

Vinsælustu vörurnar í bakaríinu eru kjúklingalokurnar og svo eru kleinuhringirnir einnig mjög eftirsóttir, segir Róbert Óttarsson eigandi Sauðárkróksbakarís

Sauðár­króks­bakarí færði út kví­arn­ar í gær og hef­ur úti­bú verið opnað í Varma­hlíð í Skagaf­irði. Eig­andi þess, Ró­bert Ótt­ars­son, sá tæki­færi í hús­næði þar sem Ari­on banki var áður. Skort­ur á vinnu­afli kom þó í veg fyr­ir að hægt væri að opna fyrr en í dag, að því er fram kemur á mbl.is.

Sauðárkróksbakarí

Sauðárkróksbakarí er staðsett í gamlabænum á Sauðárkróki við Aðalgötuna

Brauðgerð var fyrst stofnuð á Sauðár­króki í kring­um árið 1880. Í dag stend­ur baka­ríið við Aðal­götu 5 og hef­ur verið þar frá ár­inu 1939. Árið 1979 skemmd­ist hús­næði baka­rís­ins veru­lega í bruna en var það byggt upp á ný. Í dag starfa að meðaltali um tólf til fimmtán manns í baka­rí­inu.

Ná­lægðin við þjóðveg­inn heillaði en eðli­lega eiga held­ur fleiri leið hjá Varma­hlíð en eft­ir Aðal­götu á Sauðár­króki.

„Það er kannski aðallega það sem ýtir und­ir þetta hjá okk­ur, þarna erum við kom­in í al­fara­leið,“

seg­ir Ró­bert í sam­tali við mbl.is. Hann hafði sam­band við bank­ann og kannaði hvort mögu­legt væri að fá húsið leigt. Það gekk upp að lok­um og hef­ur hann húsið á leigu út sept­em­ber.

Stefnt er að því að úti­búið verði opið frá kl. 8 til 18 á virk­um dög­um og frá kl. 9 til 16 um helg­ar.

„Við renn­um al­gjör­lega blint í sjó­inn og vit­um í raun­inni ekk­ert hvort þetta muni ganga yfir höfuð. Okk­ur langaði bara að reynt þetta,“

seg­ir Ró­bert.

Hann seg­ir vin­sæl­ustu vör­una í baka­rí­inu lík­lega vera kjúk­linga­lok­una. Þá eru kleinu­hring­irn­ir einnig mjög eft­ir­sótt­ir.

„Í stykkja­tali selj­um við ör­ugg­lega langt­um mest af kleinu­hringj­um. Þeir fara al­veg gríðarlega mikið. Það sem við fleyt­um okk­ur dá­lítið á er að við búum til okk­ar dót sjálf, það er ekk­ert kassa­brauð í þessu baka­ríi. Við gef­um okk­ur út fyr­ir að vera dá­lítið gam­aldags,“

seg­ir Ró­bert.

Sauðárkróksbakarí

Sauðárkróksbakarí býður meðal annars upp á súpu

Í rúm­lega þrjá­tíu ár hef­ur fólk komið sam­an í baka­rí­inu við Aðal­götu á Sauðár­króki fyr­ir há­degi á laug­ar­dög­um, gætt sér á bakk­elsi og spjallað sam­an. Í dag kem­ur fólk með fjöl­skyldu sína sem áður kom með for­eldr­um sín­um og er gjarn­an mikið hlegið.

Vídeó

Með fylgir myndband sem sýnir kaffiteríuna í Varmahlíð:

[fbvideo link=“https://www.facebook.com/srbakari/videos/1598462650484537/“ width=“650″ height=““ onlyvideo=“1″]

 

Troðfullt bakaríið af gómsætum kræsingum:

[fbvideo link=“https://www.facebook.com/srbakari/videos/1574926549504814/“ width=“650″ height=““ onlyvideo=“1″]

Greint frá á mbl.is

Mynd og vídeó: facebook / Sauðárkróksbakarí

 

Sigurður Már er bæði bakara- og konditormeistari að mennt. Bakaraiðn lærði Sigurður í fjölskyldufyrirtæki sínu Bernhöftsbakarí, en konditorifagið í Chemnitz í Þýskalandi. Sigurður Már er formaður Konditorsambands Íslands og meðlimur í þýska Konditorsambandinu. Hægt er að hafa samband við Sigurð í netfanginu [email protected]

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið