Sverrir Halldórsson
Sæmundur í sparifötum tapar 49,5 milljónum
Félagið Sæmundur í sparifötunum, sem m.a. rekur samnefndan veitingastað á Kex Hostel, er stór hluthafi í Kaffihúsi Vesturbæjar, rekur veitingastaðinn Dill og á nafnlausa pítsastaðinn á Hverfisgötu ásamt barnum Mikkeller & friends, tapaði 49,5 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 7,8 milljóna króna hagnað árið 2013.
Kex Hostel ehf., er móðurfélag Sæmundar og fer með 75% hlut. Gunnar Karl Gíslason, matreiðslumaður, á 20% hlut og Ólafur Ágústsson matreiðslumaður, fer með 5% hlut.
Í stjórn Kex Hostel ehf. sitja þeir Kristinn Vilbergsson, Dagur Sigurðsson og Pétur Hafliði Marteinsson.
Í nýbirtum ársreikningi Sæmundar kemur fram að þrjátíu milljóna króna tap megi rekja til hlutdeildar félagsins í tapi dótturfélagsins, Hverfisgötu 12 ehf., sem heldur utan um rekstur pítsastaðar á sama heimilisfangi, en hann var opnaður í fyrravor.
Hvorki Kex Hostel ehf. né Hverfisgata 12 ehf. hafa skilað ársreikningi fyrir árið 2014, að því er fram kemur á mbl.is.
Í ársreikningi Sæmundar í sparifötunum kemur fram að bókfært eigið fé félagsins hafi verið neikvætt í árslok um 45 milljónir króna samanborið við 4,4 milljóna króna jákvætt eigið fé árið 2013.
Greint frá á mbl.is
Mynd: Sverrir
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit