Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Sæmundur í sparifötum tapar 49,5 milljónum

Birting:

þann

Kex Hostel

Kex Hostel

Félagið Sæmundur í sparifötunum, sem m.a. rekur samnefndan veitingastað á Kex Hostel, er stór hluthafi í Kaffihúsi Vesturbæjar, rekur veitingastaðinn Dill og á nafnlausa pítsastaðinn á Hverfisgötu ásamt barnum Mikkeller & friends, tapaði 49,5 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 7,8 milljóna króna hagnað árið 2013.

Kex Hostel ehf., er móðurfélag Sæmundar og fer með 75% hlut. Gunnar Karl Gíslason, matreiðslumaður, á 20% hlut og Ólafur Ágústsson matreiðslumaður, fer með 5% hlut.

Í stjórn Kex Hostel ehf. sitja þeir Kristinn Vilbergsson, Dagur Sigurðsson og Pétur Hafliði Marteinsson.

Í nýbirtum ársreikningi Sæmundar kemur fram að þrjátíu milljóna króna tap megi rekja til hlutdeildar félagsins í tapi dótturfélagsins, Hverfisgötu 12 ehf., sem heldur utan um rekstur pítsastaðar á sama heimilisfangi, en hann var opnaður í fyrravor.

Hvorki Kex Hostel ehf. né Hverfisgata 12 ehf. hafa skilað ársreikningi fyrir árið 2014, að því er fram kemur á mbl.is.

Í ársreikningi Sæmundar í sparifötunum kemur fram að bókfært eigið fé félagsins hafi verið neikvætt í árslok um 45 milljónir króna samanborið við 4,4 milljóna króna jákvætt eigið fé árið 2013.

 

Greint frá á mbl.is

Mynd: Sverrir

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið