Sverrir Halldórsson
Sæmundur í sparifötum tapar 49,5 milljónum
Félagið Sæmundur í sparifötunum, sem m.a. rekur samnefndan veitingastað á Kex Hostel, er stór hluthafi í Kaffihúsi Vesturbæjar, rekur veitingastaðinn Dill og á nafnlausa pítsastaðinn á Hverfisgötu ásamt barnum Mikkeller & friends, tapaði 49,5 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 7,8 milljóna króna hagnað árið 2013.
Kex Hostel ehf., er móðurfélag Sæmundar og fer með 75% hlut. Gunnar Karl Gíslason, matreiðslumaður, á 20% hlut og Ólafur Ágústsson matreiðslumaður, fer með 5% hlut.
Í stjórn Kex Hostel ehf. sitja þeir Kristinn Vilbergsson, Dagur Sigurðsson og Pétur Hafliði Marteinsson.
Í nýbirtum ársreikningi Sæmundar kemur fram að þrjátíu milljóna króna tap megi rekja til hlutdeildar félagsins í tapi dótturfélagsins, Hverfisgötu 12 ehf., sem heldur utan um rekstur pítsastaðar á sama heimilisfangi, en hann var opnaður í fyrravor.
Hvorki Kex Hostel ehf. né Hverfisgata 12 ehf. hafa skilað ársreikningi fyrir árið 2014, að því er fram kemur á mbl.is.
Í ársreikningi Sæmundar í sparifötunum kemur fram að bókfært eigið fé félagsins hafi verið neikvætt í árslok um 45 milljónir króna samanborið við 4,4 milljóna króna jákvætt eigið fé árið 2013.
Greint frá á mbl.is
Mynd: Sverrir

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni1 dagur síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas
-
Frétt4 dagar síðan
Bain Capital kaupir Sizzling Platter í yfir milljarð dollara