Markaðurinn
Rekstrarvörur gera nýjan heildarsamning við Félagsstofnun stúdenta
Rekstrarvörur hafa gert heildarsamning við Félagsstofnun stúdenta (FS) sem nær til fjölbreyttrar starfsemi stofnunarinnar. FS rekur meðal annars bóksölu, leikskóla, stúdentagarða, veitingastaði og verslanir og gegnir þannig lykilhlutverki í lífi stúdenta við Háskóla Íslands.
Samningurinn felur í sér að FS fær þjónustu og lausnir frá Rekstrarvörum sem styðja við daglegan rekstur og auka skilvirkni í starfseminni. Með samstarfinu er lögð áhersla á áreiðanlega þjónustu og hagnýtar lausnir sem henta fjölbreyttum rekstrarumhverfum.
„Við erum stolt af þessu samstarfi og hlökkum til að styðja við mikilvægt hlutverk Félagsstofnunar stúdenta,“
segir Björn Kári, sölumaður hjá Rekstrarvörum, sem undirritaði samninginn fyrir hönd fyrirtækisins.
Samstarfið við FS er enn eitt dæmið um hvernig Rekstrarvörur vinna með veitingageiranum, skólum og stofnunum um land allt, með lausnir sem einfalda rekstur, bæta þjónustu og spara tíma og kostnað.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn1 dagur síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt1 dagur síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar






