Keppni
Ottó og Bradley skiluðu á tíma með þrautseigju – Bradley á spítala í miðri keppni – Myndir og vídeó
Ottó Magnússon matreiðslumaður og Bradley Groszkiewicz keppa saman í heimsmeistaramóti í klakaskurði í Fairbanks í Alaska. Fyrsti áfangi í keppninni er nú lokið þar sem þeir félagar kepptu í „Single Block“ flokknum, en þar fengu keppendur einn ísklump sem er 242cm x 152cm x 91cm að stærð og fengu 60 klukkustundir til þess að skera úr honum listaverk að eigin vali.
Það voru 50 lið sem kepptu „Single Block“ og ekki var keppnin slysalaus, en á fyrsta degi botnaði ísklumpurinn og það tók um hálfan dag að frysta allt aftur saman. Svo hófst dagur tvö, en þar meiddist Bradley og var hann í 5 klukkutíma á spítala.
„Það er í lagi með hann núna“
, sagði Ottó, aðspurður um líðan hans.
Dagur þrjú og Ottó og Bradley skiluðu á tíma með þrautseigju. Því miður komust Ottó og Bradley ekki á verðlaunapall í „Single Block“.
Í meðfylgjandi myndbandi má nokkur íslistaverk í „Single Block“ keppninni:
„Ekki kvarta yfir veðrinu heima, það er bara 30 stiga frost hér“
, sagði Ottó hress í samtali við veitingageirinnn.is.
Næsta keppni: 40 tonn af ís
Núna bætast tveir við lið þeirra Bradley og Ottó, en það eru þeir Jeff Kaiser og Aaron Pencar. Í næsta áfanga keppir liðið í “Multi Block” og er sú keppni mun stærri í sniðum, en þar fá keppendur tíu ísklumpa sem eru 182cm x 121cm x 91cm að stærð og 6 daga til að skera út listaverk að eigin vali. 19 lið keppa í “Multi Block”.
Vídeó frá fyrsta degi “Multi Block” keppninnar:
Næsta þema sem liðið hefur valið sér er mörgum Íslendingum kunnugt en það er Sólfarið við Sæbrautina. Til gamans má geta að Bradley er fyrrum heimsmeistari í “Multi Block”, en hann sigraði keppnina árið 2014. Aaron Pencar er þaulreyndur ísskurðameistari, en hann hefur verið atvinnumaður í ísskurði í 14 ár og unnið til fjölda verðlauna.
Veitingageirinn.is mun fylgjast vel með þeim félögum með reglulegum fréttaflutningi fram yfir keppni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta6 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði